top of page
Search


Næstu mót
Tvö mót eru á mótaskrá BSÍ í febrúar sem við hvetjum keppnisglaða BH-inga til að kynna sér. Upplýsingar um mótin má finna hér fyrir neðan en neðst í fréttinni eru almennar upplýsingar um badmintonmót. Óskarsmót KR - 7.-8.febrúar 2026 Staðsetning: KR heimilið við Frostaskjól Flokkar: Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Hentar aðeins fyrir vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Hægt að fá undanþágu frá aldri í sérstökum tilfellum. Keppnisfyrirkomulag: Hreinn útsláttur í öllum grein
2 days ago3 min read


Æfingar falla niður um helgina
Allar badmintonæfingar í Strandgötu falla niður bæði föstudag 23.janúar og sunnudag 25.janúar. Alþjóðlegt borðtennismót á vegum Borðtennisdeildar BH fer fram í húsinu um helgina og því ekki hægt að vera með æfingar. Þessa sömu helgi er einnig risa stórt alþjóðlegt badmintonmót í gangi í TBR húsinum. Hvetjum iðkendur til að mæta og horfa á mótið því það er mjög góð æfing. 11 BH-ingar eru á meðal keppenda. Dagskrá og nánari upplýsingar um alþjóðlega badmintonmótið RSL Iceland I
Jan 201 min read


RSL Iceland International
Alþjóðlega badmintonmótið, RSL Iceland International 2026, fer fram í TBR húsunum 22.-25.janúar. 275 keppendur frá 43 löndum skráðu sig til keppni en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. 11 BH-ingar keppa á mótinu en einnig taka dómari og línuverðir frá BH þátt. Hvetjum alla iðkendur til að mæta í TBR húsið og fylgjast með spennandi keppni. Dagskrá Gróf dagskrá mótins er eftirfarandi: Fimmtudagur 22.janúar kl.9-22 - Undankeppni Föstudagur 23.janúar
Jan 201 min read


Skemmtilegt mót á Akranesi
Sunnudaginn 18.janúar tóku 22 BH-ingar þátt í Gríslingamóti ÍA á Akranesi. Keppt var í einliðaleik í U9 og U11 flokkunum og fengu allir verðlaun í mótslok. Una Hrund og Anna Lilja þjálfarar fylgdu okkar fólki á mótið og voru ánægðar hvað þau voru öll dugleg að leggja sig fram. U9 hópurinn með þátttökuverðlaunin sín U11 hópurinn með þátttökuverðlaunin sín U9 hópurinn að spjalla við þjálfara U11 hópurinn með Unu þjálfara
Jan 191 min read


Frábær árangur í tvíliðaleik á Meistaramóti TBR
Fyrsta badmintonmót ársins, Meistaramót TBR, fór fram í Laugardalnum um helgina. 95 leikmenn voru skráðir til keppni, þar af 31 frá BH. Okkar fólk stóð sig sérstaklega vel í tvíliðaleik en leikmenn frá BH sigruðu í fjórum af sex flokkum í þeirri grein. Sólrún Anna og Una Hrund sigruðu í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild og Natalía Ósk og Rakel Rut voru í öðru sæti. Baldur Hrafn og Emil Hechmann sigruðu í tvíliðaleik karla í 1. deild og Helgi Valur og Kári Þórðarson voru í öðru
Jan 121 min read


Gleðilegt nýtt ár - Æfingar hefjast 2.janúar
Gleðilegt nýtt ár kæru BH-ingar og aðrir vinir og velunnarar og takk fyrir samveruna 2025. Æfingar Badmintonfélags Hafnarfjarðar hefjast á nýju ári föstudaginn 2.janúar 2026 í badmintondeild og mánudaginn 5.janúar í borðtennisdeild. Boðið er uppá æfingar fyrir alla aldurshópa í bæði badminton og borðtennis. Æfingataflan er óbreytt í báðum greinum frá því á haustönn. Fullt er í suma hópa í badminton en hægt að skrá á biðlista sem tekið verður inn af eins og mögulegt er í byrju
Jan 11 min read


Badmintonmót í janúar
Keppnistímabilið í badminton heldur áfram af krafti í janúar. Fjögur mót eru á mótaskrá BSÍ í janúar sem við hvetjum keppnisglaða BH-inga til að kynna sér. Upplýsingar um mótin má finna hér fyrir neðan en neðst í fréttinni eru almennar upplýsingar um badmintonmót. Meistaramót TBR - 10.-11.janúar 2026 Staðsetning: Í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1 , Reykjavík Flokkar: Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Hentar aðeins fyrir vant keppnisfólk 15 ára og
Dec 29, 20254 min read


Íþróttafólk BH 2025
Í lok hvers árs fer fram val á íþróttafólki Hafnarfjarðar . Í tengslum við þessa hátíð velur BH sitt íþróttafólk og tilnefnir sem íþróttafólk Hafnarfjarðar. Í ár voru það Gerda Voitechovskaja og Róbert Ingi Huldarsson sem voru valin badmintonfólk BH 2025 og Birgir Ívarsson og Sól Kristínardóttir Mixa borðtennisfólk BH 2025. Þau Gerda og Birgir voru svo valin af Hafnarfjarðarbæ í hóp þess íþróttafólks sem á möguleika á að vera valið Íþróttafólk Hafnarfjarðar. Íþróttahátíðin fe
Dec 29, 20253 min read


Jólamót og Ljúflingamót um helgina
Um helgina fara tvö barna og unglingamót fram hjá TBR í Gnoðavoginum, Jólamót unglinga og Ljúflingamót TBR. Stór og glæsilegur hópur frá BH er skráður til keppni, 56 leikmenn. Vekjum athygli á þvi að þrátt fyrir að mörg séu að keppa verða líka hefðbundnar æfingar og opinn tími í Strandgötu eins og venjulega á sunnudögum. Dagskráin í TBR um helgina: Föstudagur kl.17:30-21:30 Jólamót unglinga - U17-U19 + U15A stelpur og U15 A og B strákar Sjá leikjaplan hér . Laugardagur kl.9-
Dec 10, 20251 min read


Jólafrí
Þá er jólamánuðurinn runninn upp með sinni gleði og frídögum. Það verður jólafrí hjá okkur í BH frá 23. desember til 1. janúar. Síðasta æfing fyrir jól verður mánudaginn 22. desember og fyrsta æfing á nýju ári föstudaginn 2.janúar. Á síðustu æfingum fyrir jól verða þjálfarar í sérstöku jólastuði. Verða með eitthvað sprell á æfingum og gefa góðgæti. Hvetjum öll til að mæta í rauðu og með jólasveinahúfur þessar síðustu æfingar fyrir jól. Mánudaginn 29. desember verður opinn tí
Dec 4, 20251 min read


Æfingar falla niður á fimmtudag
Allar badmintonæfingar falla niður fimmtudaginn 4. desember vegna skólaballs í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Hefðbundin æfingadagskrá um helgina.
Dec 3, 20251 min read


Þrjú mót í desember
Þrjú badmintonmót eru á mótaskrá BSÍ í desember sem við hvetjum keppnisglaða BH-inga til að kynna sér. Upplýsingar um mótin má finna hér fyrir neðan en neðst í fréttinni eru almennar upplýsingar um badmintonmót. Jólamót unglinga - 13. desember 2025 Staðsetning: Í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1 , Reykjavík Dagsetning : 13. desember Flokkar og keppnisfyrirkomulag: Keppt í einliðaleik í U13-U19 flokkunum í geturöðuðum riðlum. Hentar fyrir öll sem
Nov 28, 20253 min read


BH-ingar sigursælir um helgina
Meistaramót BH og RSL fór fram í glæsilegri umgjörð í Íþróttahúsinu við Strandgötu helgina 21.-23.nóvember. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambands Íslands og tók margt af besta badmintonfólki landsins þátt. BH-ingar voru sigursælir á mótinu og voru í 1. sæti í 11 af 14 keppnisgreinum. Keppt var í þremur deildum á mótinu, Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna, og voru skráðir keppendur 99 talsins frá 6 félögum. Flestir þátttakendur komu frá TBR en þeir voru 38. Frá BH voru 36
Nov 25, 20252 min read


Meistaramót BH og RSL í Strandgötu um helgina
Helgina 21.-.23.nóvember fer Meistaramót BH og RSL 2025 fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambands Íslands og mun flest af besta badmintonfólki landsins taka þátt, samtals 98 keppendur frá 6 félögum, BH, Hamar, TBR, TBS, Tindastól og UMFA. Keppt verður í einliða, tvíliða og tvenndarleik í úrvals, 1. og 2. deild fullorðinna. Vegna mótsins falla æfingar niður á föstudag frá kl.16 og sunnudag frá kl.10-15. Æfing Allir með hópsins verður sein
Nov 17, 20252 min read


Æfingar á sparigólfinu
Næstu daga verða æfingar hjá öllum iðkendum BH á græna fína sparigólfinu. Hvetjum öll til að vera dugleg að mæta á æfingar. Passa þarf sérstaklega vel uppá að vera í hreinum innanhússkóm með botni sem ekki litar svo að motturnar skemmist ekki. Hefðbundin æfingadagskrá verður í húsinu sunnudaginn 16.nóvember en allt nema Allir með hópurinn fellur niður sunnudaginn 23.nóvember vegna Meistaramóts BH og RSL. Minnum á að flesta sunnudaga er opinn tími kl.13:30-15:00 fyrir alla BH-
Nov 15, 20251 min read


Deildakeppni í Strandgötu um helgina
Um helgina fer Deildakeppni BSÍ fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Þetta er fyrri keppnishelgin af tveimur en sú síðar verður í TBR húsunum 6.-8.mars. Deildakeppni BSÍ er Íslandsmót liða í badminton en þetta tímabilið verður aðeins keppt í 1. og 2. deild. Ákveðið var að fella niður keppni í úrvalsdeild en spila liðakeppni í blönduðum liðum í staðinn. Sjá nánar hér . Fimm lið eru skráð til keppni í 1. deild, þar af þrjú frá BH, og sex í 2. deild, þar af tvö frá BH. Í báðum d
Nov 13, 20251 min read


Vel heppnað Vetrarmót
Helgina 8.-9.nóvember fór Vetrarmót unglinga fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Rúmlega 160 leikmenn voru skráðir til keppni, þar af 34 frá BH. Keppt var í einliða og tvenndarleik í geturöðuðum riðlum í U13-U19 flokkunum en einnig í tvíliðaleik í U17-U19 þar sem 22 danskir gestir voru á meðal þátttakenda. Mótið var vel heppnað, margir jafnir og skemmtilegir leikir og gaman fyrir þátttakendur í U17-U19 að fá nýja mótherja. Þökkum TBR fyrir vel skipulagt og flott mót. Eftirfaran
Nov 12, 20251 min read


Fjáröflun Happdrætti BSÍ 2025
Þessa dagana býðst iðkendum BH að selja miða í Happdrætti BSÍ 2025 til styrktar útbreiðslu og afreksstarfi sambandsins. Miðinn kostar 2.500 kr og fær sölufólk 500 kr af hverjum miða í sinn sjóð. Hægt er að fá miða til að selja hjá þjálfurum eða starfsfólki í afgreiðslu. Skila þarf óseldum miðum og söluhagnaði í síðasta lagi 15. desember. Sölufólk heldur sínum sölulaunum en skilar söluhagnaði í peningum í Strandgötu eða leggur hann inn á reikning BH: 0545-26-5010, kt. 501001-3
Nov 11, 20251 min read


Dagskráin um helgina
Um helgina verður nóg um að vera hjá okkar fólki. Á dagskránni eru Allir með leikarnir í Laugardalshöll, Vetrarmót unglinga í TBR húsinu, alþjóðlegt mót í Noregi og æfingar í Strandgötu. Hér fyrir neðan má finna allar helstu upplýsingar um viðburði helgarinnar. Vetrarmót unglinga - TBR húsunum við Gnoðarvog Vetrarmót unglinga í U13-U19 flokkunum fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog bæði laugardag og sunnudag. 34 BH-ingar eru skráðir til keppni. Hér á tournamentsoftware.com
Nov 6, 20253 min read


Skemmtileg liðakeppni úrvalsdeildarleikmanna
Í vetur var ákveðið að fella niður keppni í úrvalsdeild í Deildakeppni BSÍ. Ekki hefur verið samstaða innan hreyfingarinnar um fjölda leikja í úrvalsdeildinni undanfarin ár vegna mikils munar á kynjahlutföllum félaganna. Í staðinn var ákveðið að halda liðakeppni þar sem leikmönnum væri skipt í lið óháð félagi. Laugardaginn 1.nóvember fór keppnin fram í TBR húsinu og voru 24 leikmenn frá BH og TBR skráðir til þátttöku. Þjálfarar félaganna skiptu leikmönnum í tvö lið, bláa lið
Nov 3, 20252 min read
bottom of page
