top of page
Search


Jólamót og Ljúflingamót um helgina
Um helgina fara tvö barna og unglingamót fram hjá TBR í Gnoðavoginum, Jólamót unglinga og Ljúflingamót TBR. Stór og glæsilegur hópur frá BH er skráður til keppni, 56 leikmenn. Vekjum athygli á þvi að þrátt fyrir að mörg séu að keppa verða líka hefðbundnar æfingar og opinn tími í Strandgötu eins og venjulega á sunnudögum. Dagskráin í TBR um helgina: Föstudagur kl.17:30-21:30 Jólamót unglinga - U17-U19 + U15A stelpur og U15 A og B strákar Sjá leikjaplan hér . Laugardagur kl.9-
4 days ago1 min read


Jólafrí
Þá er jólamánuðurinn runninn upp með sinni gleði og frídögum. Það verður jólafrí hjá okkur í BH frá 23. desember til 1. janúar. Síðasta æfing fyrir jól verður mánudaginn 22. desember og fyrsta æfing á nýju ári föstudaginn 2.janúar. Á síðustu æfingum fyrir jól verða þjálfarar í sérstöku jólastuði. Verða með eitthvað sprell á æfingum og gefa góðgæti. Hvetjum öll til að mæta í rauðu og með jólasveinahúfur þessar síðustu æfingar fyrir jól. Mánudaginn 29. desember verður opinn tí
Dec 41 min read


Æfingar falla niður á fimmtudag
Allar badmintonæfingar falla niður fimmtudaginn 4. desember vegna skólaballs í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Hefðbundin æfingadagskrá um helgina.
Dec 31 min read


Þrjú mót í desember
Þrjú badmintonmót eru á mótaskrá BSÍ í desember sem við hvetjum keppnisglaða BH-inga til að kynna sér. Upplýsingar um mótin má finna hér fyrir neðan en neðst í fréttinni eru almennar upplýsingar um badmintonmót. Jólamót unglinga - 13. desember 2025 Staðsetning: Í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1 , Reykjavík Dagsetning : 13. desember Flokkar og keppnisfyrirkomulag: Keppt í einliðaleik í U13-U19 flokkunum í geturöðuðum riðlum. Hentar fyrir öll sem
Nov 283 min read


BH-ingar sigursælir um helgina
Meistaramót BH og RSL fór fram í glæsilegri umgjörð í Íþróttahúsinu við Strandgötu helgina 21.-23.nóvember. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambands Íslands og tók margt af besta badmintonfólki landsins þátt. BH-ingar voru sigursælir á mótinu og voru í 1. sæti í 11 af 14 keppnisgreinum. Keppt var í þremur deildum á mótinu, Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna, og voru skráðir keppendur 99 talsins frá 6 félögum. Flestir þátttakendur komu frá TBR en þeir voru 38. Frá BH voru 36
Nov 252 min read


Meistaramót BH og RSL í Strandgötu um helgina
Helgina 21.-.23.nóvember fer Meistaramót BH og RSL 2025 fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambands Íslands og mun flest af besta badmintonfólki landsins taka þátt, samtals 98 keppendur frá 6 félögum, BH, Hamar, TBR, TBS, Tindastól og UMFA. Keppt verður í einliða, tvíliða og tvenndarleik í úrvals, 1. og 2. deild fullorðinna. Vegna mótsins falla æfingar niður á föstudag frá kl.16 og sunnudag frá kl.10-15. Æfing Allir með hópsins verður sein
Nov 172 min read


Æfingar á sparigólfinu
Næstu daga verða æfingar hjá öllum iðkendum BH á græna fína sparigólfinu. Hvetjum öll til að vera dugleg að mæta á æfingar. Passa þarf sérstaklega vel uppá að vera í hreinum innanhússkóm með botni sem ekki litar svo að motturnar skemmist ekki. Hefðbundin æfingadagskrá verður í húsinu sunnudaginn 16.nóvember en allt nema Allir með hópurinn fellur niður sunnudaginn 23.nóvember vegna Meistaramóts BH og RSL. Minnum á að flesta sunnudaga er opinn tími kl.13:30-15:00 fyrir alla BH-
Nov 151 min read


Deildakeppni í Strandgötu um helgina
Um helgina fer Deildakeppni BSÍ fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Þetta er fyrri keppnishelgin af tveimur en sú síðar verður í TBR húsunum 6.-8.mars. Deildakeppni BSÍ er Íslandsmót liða í badminton en þetta tímabilið verður aðeins keppt í 1. og 2. deild. Ákveðið var að fella niður keppni í úrvalsdeild en spila liðakeppni í blönduðum liðum í staðinn. Sjá nánar hér . Fimm lið eru skráð til keppni í 1. deild, þar af þrjú frá BH, og sex í 2. deild, þar af tvö frá BH. Í báðum d
Nov 131 min read


Vel heppnað Vetrarmót
Helgina 8.-9.nóvember fór Vetrarmót unglinga fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Rúmlega 160 leikmenn voru skráðir til keppni, þar af 34 frá BH. Keppt var í einliða og tvenndarleik í geturöðuðum riðlum í U13-U19 flokkunum en einnig í tvíliðaleik í U17-U19 þar sem 22 danskir gestir voru á meðal þátttakenda. Mótið var vel heppnað, margir jafnir og skemmtilegir leikir og gaman fyrir þátttakendur í U17-U19 að fá nýja mótherja. Þökkum TBR fyrir vel skipulagt og flott mót. Eftirfaran
Nov 121 min read


Fjáröflun Happdrætti BSÍ 2025
Þessa dagana býðst iðkendum BH að selja miða í Happdrætti BSÍ 2025 til styrktar útbreiðslu og afreksstarfi sambandsins. Miðinn kostar 2.500 kr og fær sölufólk 500 kr af hverjum miða í sinn sjóð. Hægt er að fá miða til að selja hjá þjálfurum eða starfsfólki í afgreiðslu. Skila þarf óseldum miðum og söluhagnaði í síðasta lagi 15. desember. Sölufólk heldur sínum sölulaunum en skilar söluhagnaði í peningum í Strandgötu eða leggur hann inn á reikning BH: 0545-26-5010, kt. 501001-3
Nov 111 min read


Dagskráin um helgina
Um helgina verður nóg um að vera hjá okkar fólki. Á dagskránni eru Allir með leikarnir í Laugardalshöll, Vetrarmót unglinga í TBR húsinu, alþjóðlegt mót í Noregi og æfingar í Strandgötu. Hér fyrir neðan má finna allar helstu upplýsingar um viðburði helgarinnar. Vetrarmót unglinga - TBR húsunum við Gnoðarvog Vetrarmót unglinga í U13-U19 flokkunum fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog bæði laugardag og sunnudag. 34 BH-ingar eru skráðir til keppni. Hér á tournamentsoftware.com
Nov 63 min read


Skemmtileg liðakeppni úrvalsdeildarleikmanna
Í vetur var ákveðið að fella niður keppni í úrvalsdeild í Deildakeppni BSÍ. Ekki hefur verið samstaða innan hreyfingarinnar um fjölda leikja í úrvalsdeildinni undanfarin ár vegna mikils munar á kynjahlutföllum félaganna. Í staðinn var ákveðið að halda liðakeppni þar sem leikmönnum væri skipt í lið óháð félagi. Laugardaginn 1.nóvember fór keppnin fram í TBR húsinu og voru 24 leikmenn frá BH og TBR skráðir til þátttöku. Þjálfarar félaganna skiptu leikmönnum í tvö lið, bláa lið
Nov 32 min read


Hrekkjavökustuð í Strandgötu
Föstudaginn 31.október og laugardaginn 1.nóvember var hrekkjavökustuð í Strandgötu. Margir iðkendur mættu í búningum og voru þjálfarar duglegir að hafa leiki og æfingar í takt við hátíðina. Í lok allra æfinga fengu allir smá hrekkjavökunammi. Alltaf gaman að brjóta aðeins upp hefðbundið starf og sprella. Meðfylgandi eru myndir frá hrekkjavökdögunum.
Nov 21 min read


Sunnudagsæfingar færast yfir á laugardag
Helgina 1.-2.nóvember fer Lottó dansmótið fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Vegna þess færast sunnudagsæfingar yfir á laugardag og opinn tími fellur niður. Þá færist æfing Allir með hópsins yfir á mánudag kl.17:00-18:00. Dagskráin laugardaginn 1.nóvember kl.10:00-11:00 - U9 æfing - Eitt foreldri eða forráðamaður mætir með hverju barni kl.11:00-12:00 - U13-U15 æfing kl.12:00-13:30 - Tvíliðaleiksspil ungmenna kl.13:30 - Undirbúningur fyrir dansmót hefst - enginn opinn tími þ
Oct 291 min read


Æfingar falla niður vegna veðurs
Allar æfingar BH bæði í badminton og borðtennis falla niður í dag vegna veðurs. Almannavarnir og Hafnarfjarðarbær hafa hvatt íþróttafélög til að fella niður allt starf í dag þar sem fólk á ekki að vera á ferðinni eftir klukkan 15 vegna slæmrar færðar og appelsínugulrar veðurviðvörunar. Íþróttahúsið við Strandgötu verður opið til amk 17 og mun starfsmaður taka á móti þeim sem mögulega hafa ekki fengið skilaboð um lokun. Endilega haldið ykkur heima kæru félagar og látið orðið b
Oct 281 min read


Styttri sunnudagur vegna borðtennismóts
Æfingadagskráin í Strandgötu sunnudaginn 26.október verður samþjöppuð og opinn tími fellur niður vegna borðtenniskeppni í húsinu. Búið er að uppfæra æfingatíma í Abler á eftirfarandi hátt: kl.10:00-11:00 - U9 hópur - Eitt foreldri eða forráðamaður mætir með hverju barni kl.11:00-12:00 - U13-U15 hópur og Tvíliðaspil unglinga kl.12:00-13:00 - Allir með hópurinn Látið endilega orðið berast :) Fullur salur af flottum badmintonkrökkum
Oct 231 min read


Fyrirlestur um markmiðasetningu
BH býður iðkendum félagsins að koma á fyrirlestur með Helga Val Pálssyni um markmiðasetningu miðvikudaginn 22.október kl.19:30-20:30 í græna salnum á 1.hæð í Strandgötu. Fyrirlesturinn hentar fyrir iðkendur í U13 og eldri flokkum og eru foreldrar velkomnir að mæta líka. Helgi Valur starfar sem íþróttasálfræðiráðgjafi ásamt því að kenna við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Hann er einnig öflugur badmintonspilari og hefur séð um íþróttasálfræðifræðslu fyrir BH frá 2022.
Oct 211 min read


Næstu mót
Keppnistímabilið í badminton stendur nú sem hæst og nokkur mót framundan sem við hvetjum keppnisglaða BH-inga til að kynna sér. Upplýsingar um mótin má finna hér fyrir neðan en neðst í fréttinni eru almennar upplýsingar um badmintonmót. Bikarkeppni BSÍ - 1.nóvember 2025 Staðsetning: Í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1 , Reykjavík Dagsetning : 1. nóvember 2025. Flokkar og keppnisfyrirkomulag: Liðakeppni fyrir leikmenn í úrvalsdeild. Þjálfarar leikma
Oct 203 min read


Flottur árangur á KR mótinu
Unglingamót KR fór fram á Meistaravöllum um helgina. 25 BH-ingar tóku þátt og stóðu sig vel. Tólf BH-ingar kepptu í U11 flokknum þar sem allir spiluðu 3 lotur í 21 fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna að keppni lokinni. Í U13-U19 flokkunum var keppt í geturöðuðum riðlum þar sem tveir BH-ingar náðu að sigra sinn riðil, Aron Snær í U15B og Elvar Bjarki í U13J. Þá náðu sjö BH-ingar að vera í öðru sæti í sínum riðli, Kári Bjarni í U13A, Sandra Rós í U13B, Sandra María í U13C, Hró
Oct 201 min read


Samningar við tíu leikmenn
BH gerði á dögunum samninga við tíu leikmenn í keppnishópum félagsins. Þrír leikmenn fengu keppnissamning og sjö hvatasamning. Samningarnir gilda fyrir tímabilið 2025-2026 og eru gerðir til þess að verðlauna leikmenn fyrir góðan árangur og ástundun og hvetja til frekari dáða. Leikmenn sem fengu keppnissamning BH hafa náð góðum árangri í keppni, stundað æfingar sérstaklega vel, náð lágmörkum í þrekprófi og eru góðar fyrirmyndir innan sem utan vallar: Róbert Ingi Huldarsson Sól
Oct 191 min read
bottom of page
