Frábær árangur í tvíliðaleik á Meistaramóti TBR
- annaliljasig
- 3 days ago
- 1 min read
Fyrsta badmintonmót ársins, Meistaramót TBR, fór fram í Laugardalnum um helgina. 95 leikmenn voru skráðir til keppni, þar af 31 frá BH. Okkar fólk stóð sig sérstaklega vel í tvíliðaleik en leikmenn frá BH sigruðu í fjórum af sex flokkum í þeirri grein.
Sólrún Anna og Una Hrund sigruðu í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild og Natalía Ósk og Rakel Rut voru í öðru sæti. Baldur Hrafn og Emil Hechmann sigruðu í tvíliðaleik karla í 1. deild og Helgi Valur og Kári Þórðarson voru í öðru sæti. Birnir Hólm og Hilmar Karl sigruðu í tvíliðaleik karla í 2. deild og Angela Líf og Þórdís María í tvíliðaleik kvenna í 2. deild. Þá voru þau Lúðvík Kemp og Angela Líf í öðru sæti í tvenndarleik í 2. deild.
Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com.
Fullt af flottum myndum frá keppni helgarinnar má finna hér á Facebooksíðu TBR.
Til hamingju með frábæran árangur kæru leikmenn og takk fyrir flott mót TBR.





Comments