Borðtennisdeild BH

Æfingar Borðtennisdeildar BH fara fram í Álfafelli, sal á annarri hæð Íþróttahússins við Strandgötu. Sjá nánar hér. Þjálfarar eru Ingimar Ingimarsson, s. 861-8458, Tómas Ingi Shelton, s. 662-4196, og Jóhannes Bjarki Urbancic. Hægt er að senda póst til þeirra á netfangið bhbordtennis@gmail.com. Þjálfarar hafa lokið 1.stigi þjálfaranáms ITTF.

Æfingagjöld

Æfingagjöld á haustönn 2021 eru 23.500 kr fyrir byrjendur og unga og efnilega, 28.500 kr fyrir lengra komin og úrvalshóp og 17.000 kr fyrir trimmara.

Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir æfingagjöld fyrir iðkendur 6-18 ára sem búsettir eru í Hafnarfirði. Foreldrar þurfa að fara inní skráningarkerfið Sportabler til að skrá börn sín og sækja niðurgreiðsluna sem dregst þá frá æfingagjaldi viðkomandi. 

Skráning í alla hópa fer fram í Sportabler skráningarkerfinu. Aðstoð við skráningu veitir Anna Lilja í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com eða í síma 8686361.

Fjölskylduafsláttur

Ef að minnsta kosti einn fullorðinn og fleiri en tvö börn í sömu fjölskyldu greiða æfingagjöld hjá BH er veittur fjölskylduafsláttur. Afslátturinn er sá að ódýrasta gjaldið er frítt.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um starf Borðtennisdeildar BH veitir Ingimar Ingimarsson í síma 861 8458 eða í gegnum netfangið bhbordtennis@gmail.com.

Um deildina

Borðtennisdeild BH var stofnuð vorið 2009. Veturinn 2012-2013 voru æfingar í Íþróttahúsi Setbergsskóla en deildin hefur frá árinu 2014 verið með aðstöðu á annarri hæð Íþróttahússins við Strandgötu.

aefingatafla-bordtennis-haust-2021.jpg