Borðtennisdeild BH
Æfingar Borðtennisdeildar BH fara fram í Álfafelli, sal á annarri hæð Íþróttahússins við Strandgötu. Þjálfarar eru Ingimar Ingimarsson, Tómas Ingi Shelton og Sól Kristínardóttir Mixa. Hægt er að senda póst til þeirra á netfangið bhbordtennis@gmail.com. Þjálfarar eru mjög reynslumiklir og taka vel á móti öllum.
Æfingatímar
Æfingatímar veturinn 2025-2026 eru eftirfarandi:
-
Byrjendur og styttra komin
Þriðjudaga kl.16-17 - Ingimar þjálfari
Miðvikudaga kl.16-17 - Tómas þjálfari
-
Stúlkur - Þjálfari Sól og Tómas
Miðvikudaga kl.17:00-18:00
Geta líka mætt á byrjendaæfingar með blönduðum hópi
-
Lengra komin
Mánudaga kl.16:15-17:30 - Tómas þjálfari
Þriðjudaga kl.17:00-18:15 - Ingimar þjálfari
Fimmtudaga kl.17:00-18:15 - Ingimar þjálfari
Laugardaga kl.09:00-11:00 - Ingimar þjálfari
-
Úrvalshópur
Mánudaga kl.17:30-19:30 - Tómas þjálfari
Þriðjudaga kl.18:15-20:15 - Ingimar þjálfari
Miðvikudaga kl.18:00-20:00 - Tómas þjálfari
Fimmtudaga kl.18:15-20:15 - Ingimar þjálfari
Laugardaga kl.09:00-11:00 - Ingimar þjálfari
Æfingagjöld
Æfingagjöld veturinn 2025-2026 eru eftirfarandi:
-
Byrjendur og styttra komin
31.250 kr önnin - 61.250 kr veturinn -
Stúlknahópur
25.000 kr önnin -
Lengra komin
37.500 kr önnin - 72.500 kr veturinn -
Úrvalshópur
40.000 kr önnin - 76.250 kr veturinn
Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir æfingagjöld fyrir iðkendur 6-18 ára sem búsettir eru í Hafnarfirði. Foreldrar þurfa að fara inní skráningarkerfið Abler til að skrá börn sín og sækja niðurgreiðsluna sem dregst þá frá æfingagjaldi viðkomandi. Einnig hægt að sækja frístundastyrki frá öðrum sveitarfélögum á sama stað.
Skráning í alla hópa fer fram Abler skráningarkerfinu. Aðstoð við skráningu veitir Anna Lilja í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is eða í síma 8686361.
Leiga á borðum - Stakir tímar
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar um starf Borðtennisdeildar BH veita Ingimar í síma 8618458 og Tómas í síma 6624196 eða í gegnum netfangið bhbordtennis@gmail.com.
Um deildina
Borðtennisdeild BH var stofnuð vorið 2009. Veturinn 2012-2013 voru æfingar í Íþróttahúsi Setbergsskóla en deildin hefur frá árinu 2014 verið með aðstöðu á annarri hæð Íþróttahússins við Strandgötu. Deildin er eitt af Fyrirmyndarfélögum ÍSÍ frá því í desember 2024.
Hægt er að leigja borðtennisborð á eftirfarandi tímum:
Mánudagar kl.20:00-21:00
Þriðjudagar kl.20:30-21:30
Miðvikudagar kl.20:30-21:30
Fimmtudagar kl.20:30-21:30
Föstudagar kl.17:00-18:00
Tímar birtir með fyrirvara um breytingar vegna keppni og æfinga í salnum. Best að hringja samdægurs í íþróttahúsið í síma 5551711 til að kanna hvort ekki sé örugglega laust um kvöldið.
Stakur tími kostar 3.000 kr/klst fyrir hvert borð og skal millifæra á eftirfarandi reikning á staðnum við mætingu og framvísa kvittun til starfsmanna í afgreiðslu: 0544-26-16207, kt. 620709-0180.
Bannað er að vera á útiskóm í salnum og ekki má vera með neinn mat og drykk nema vatnsbrúsa.
Fjölskylduafsláttur
Veittur er fjölskylduafsláttur ef fjórir eða fleiri á sama heimili æfa borðtennis hjá BH. Afslátturinn er þannig að ódýrasta æfingagjaldið verður fellt niður. Hafið samband á netfangið bh@bhbadminton.is til að virkja afsláttinn.


