top of page

Veislusalur

Álfafell er veislusalur BH á 2.hæð í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Salurinn er leigður út fyrir veislur um helgar. Salurinn og salerni við hann eru nýuppgerð. Í salnum er lítið eldhús með ofni, eldavél og uppþvottavél. Borð og stólar fyrir 90 manns. Glæsilegt útsýni yfir Hafnarfjarðarhöfn er úr salnum og hægt að hafa opið út á stórar svalir í góðu veðri.

Leiguverðið er 120.000 kr fyrir 2-3 klst veislu og er eftirfarandi innifalið í verðinu:

  • Þrif á gólfum eftir veislu

  • Aðstoð við uppvask - 1 starfsmaður sem bera þarf leirtau til inn í eldhús

  • Lán á leirtaui fyrir allt að 90 manns

  • Lán á hvítum vax dúkum sem auðvelt er að þurrka af

  • Möguleiki á að koma daginn áður til að stilla upp salnum og skreyta

Ekki innifalið:

  • Uppröðun á borðum og stólum. Sækja þarf borð og stóla í geymslu (salurinn afhendist tómur)

  • Þrif á borðum eftir veislu (þarf að þurrrka vel af dúkum og rúlla þeim upp)

  • Frágangur á borðum og stólum í geymslu (skila þarf salnum tómum)

  • Aðstoð við að bera fram veitingar o.þ.h. (hægt að kaupa aukalega)

Bókanir og aðrar fyrirspurnir fara fram í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is. Greiða þarf óafturkræft staðfestingargjald kr. 60.000,- við bókun eða amk 4 mánuðum fyrir veislu. 

Eftirfarandi dagsetningar eru þegar bókaðar 2025 - annað laust eins og er:

5.apríl 2025
6.apríl 2025
13.apríl 2025
17.apríl 2025
24.apríl 2025
3.maí 2025

bottom of page