Skemmtileg liðakeppni úrvalsdeildarleikmanna
- annaliljasig
- 2 days ago
- 2 min read
Í vetur var ákveðið að fella niður keppni í úrvalsdeild í Deildakeppni BSÍ. Ekki hefur verið samstaða innan hreyfingarinnar um fjölda leikja í úrvalsdeildinni undanfarin ár vegna mikils munar á kynjahlutföllum félaganna. Í staðinn var ákveðið að halda liðakeppni þar sem leikmönnum væri skipt í lið óháð félagi.
Laugardaginn 1.nóvember fór keppnin fram í TBR húsinu og voru 24 leikmenn frá BH og TBR skráðir til þátttöku. Þjálfarar félaganna skiptu leikmönnum í tvö lið, bláa liðið og rauða liðið. Spilaðir voru 27 leikir, einliða, tvíliða og tvenndarleikir en líka tvíliðaleikir óháð kyni og 3 á móti 3.
Keppninni var skipt í tvo hluta og borðuðu liðin sameiginlegan hádegisverð á milli keppnishluta. Boðið var uppá hlaðborð frá veitingastaðnum Tian á Grensásvegi sem var bæði vel úti látið og mjög gott.
Liðin voru dugleg að tala sig saman fyrir keppni og útbúa búninga og skemmtilega stemningu. Bæði lið mættu auðvitað í einkennislitum síns liðs en rauða liðið gerði gott betur og voru öll í eins pilsum, með props og búin að útbúa flott plakat af sínum liðsmönnum. Leikmenn voru duglegir að hvetja sitt lið áfram og hafa gaman.
Keppnin endaði þannig að bláa liðið sigraði 17-10. Leikirnir voru þó mjög jafnir og vann bláa liðið til að mynda 9 af sínum 17 sigurleikjum í oddalotu. Nánari úrslit má finna hér.
Þökkum íþróttastjórunum Örnu Karen frá TBR og Kjartani Ágústi frá BH fyrir undirbúning og skipulagningu þessarar skemmtilegu liðakeppni.









Comments