top of page
Search

Jólafrí

  • annaliljasig
  • 6 days ago
  • 1 min read

Updated: 2 days ago

Þá er jólamánuðurinn runninn upp með sinni gleði og frídögum. Það verður jólafrí hjá okkur í BH frá 23. desember til 1. janúar. Síðasta æfing fyrir jól verður mánudaginn 22. desember og fyrsta æfing á nýju ári föstudaginn 2.janúar.


Á síðustu æfingum fyrir jól verða þjálfarar í sérstöku jólastuði. Verða með eitthvað sprell á æfingum og gefa góðgæti. Hvetjum öll til að mæta í rauðu og með jólasveinahúfur þessar síðustu æfingar fyrir jól.


Mánudaginn 29. desember verður opinn tími fyrir BH-inga og fjölskyldur kl.16:00-18:00. Tilvalið fyrir þau sem langar að koma og leika sér saman í badminton í jólafríinu.


Þjálfarar verða auk þess með nokkrar aukaæfingar fyrir keppnisfólkið okkar milli jóla og nýárs sem er að undirbúa sig fyrir mót í byrjun janúar. Allar æfingar koma inní Abler.


Þriðjudaginn 30. desember verður íþrótta og viðurkenningahátíð Hafnarfjarðar haldin í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Þar fá hafnfirskir Íslandsmeistarar viðurkenningar og íþróttafólk Hafnarfjarðar valið. Hátíðin hefst klukkan 18:00 og stendur yfir í um eina og hálfa klukkustund. Íslandsmeistarar og annað afreksfólk fær boð um að mæta í gegnum Abler.


Opnað verður fyrir skráningar í laus pláss á vorönn 19. desember.


Gleðilega hátíð kæru félagar.


ree

 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page