Jólamót og Ljúflingamót um helgina
- annaliljasig
- Dec 10, 2025
- 1 min read
Um helgina fara tvö barna og unglingamót fram hjá TBR í Gnoðavoginum, Jólamót unglinga og Ljúflingamót TBR. Stór og glæsilegur hópur frá BH er skráður til keppni, 56 leikmenn. Vekjum athygli á þvi að þrátt fyrir að mörg séu að keppa verða líka hefðbundnar æfingar og opinn tími í Strandgötu eins og venjulega á sunnudögum.
Dagskráin í TBR um helgina:
Föstudagur
kl.17:30-21:30 Jólamót unglinga - U17-U19 + U15A stelpur og U15 A og B strákar Sjá leikjaplan hér.
Laugardagur
kl.9-17
Jólamót unglinga - U13-U15 (ath þrír U15 riðlar spilaðir á föstudag) Sjá leikjaplan hér.
Sunnudagur
Ljúflingamót TBR
U9 (1.-3.bekkur)
Mæting í TBR kl 09:30
Mótið byrjar kl 10:00
Áætluð að vera búin kl 11:00 Allir spila 3-4 leiki - einstaka leikir ekki tímasettir
U11 (4.-5.bekkur)
Mæting í TBR kl 10:45
Mótið byrjar kl 11:15
Áætlað að vera búin í síðasta lagi kl 13:30
Allir spila 3-4 leiki - einstaka leikir ekki tímasettir
Mjög mikilvægt er að láta vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll svo hægt sé að gera ráðstafanir. Það hefur mjög slæm áhrif á aðra keppendur og skipulag mótsins ef ekki er látið vita. Biðjum foreldra að láta Kjartan íþróttastjóra vita strax ef forföll koma upp í Abler skilaboðum eða síma 8235332.
Hvetjum öll til að mæta í BH/RSL bolum. Gott að vera með hollt og gott nesti og vatnsbrúsa með sér ásamt peysu og buxum til að fara í milli leikja.
Kjartan, Sólrún og Una verða þjálfarar BH á mótunum um helgina.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.





Comments