top of page
Search

RSL Iceland International

  • annaliljasig
  • 6 days ago
  • 1 min read

Updated: 4 days ago

Alþjóðlega badmintonmótið, RSL Iceland International 2026, fer fram í TBR húsunum 22.-25.janúar. 275 keppendur frá 43 löndum skráðu sig til keppni en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. 11 BH-ingar keppa á mótinu en einnig taka dómari og línuverðir frá BH þátt.


Hvetjum alla iðkendur til að mæta í TBR húsið og fylgjast með spennandi keppni.


Dagskrá


Gróf dagskrá mótins er eftirfarandi:


Fimmtudagur 22.janúar

kl.9-22 - Undankeppni


Föstudagur 23.janúar

kl.9-22 - Fyrstu umferðir í öllum greinum


Laugardagur 24.janúar

kl.9-19 - Spilað fram í undanúrslit


Sunnudagur 25.janúar

kl.9:00-13 - Undanúrslit

kl.16:00-19- Úrslit


Hér á tournamentsoftware.com má finna niðurröðun og nánari tímasetningar leikja.


Vantar línuverði


Það vantar enn línuverði á mótið bæði fimmtudag og föstudag. 14 ára og eldri sem þekkja vel íþróttina mega endilega senda okkur póst á bh@bhbadminton.is ef þau geta aðstoðað.


Margir skólar og vinnustaðir hafa verið liðlegir að gefa fólki frí til að sinna sjálfboðastörfum fyrir íþróttahreyfinguna - getum útvegað leyfisbréf ef þess þarf. Línuverðir fá bestu sætin í húsinu og mat meðan á vakt stendur. Einnig eftirfarandi glaðningur í boði fyrir vinnuna: 250 kr gjafabréf í RSL fyrir hverja unna klukkustund, gjafabréf í bíó ef 12 klst eða meira og pizzu gjafabréf ef 24 klst eða meira.


Æfingar falla niður í Strandgötu


Dagana 23.-25.janúar falla allar æfingar niður í Strandgötu vegna alþjóðlegs borðtennismóts sem fer fram þar. Hvetjum fólk til að mæta og horfa á annað hvort badminton eða borðtennis í staðinn. Að horfa á góða leikmenn keppa er mjög góð æfing.


Frá RSL Iceland International 2025. Gerda að keppa og Sölvi Leó í línuvörslu.
Frá RSL Iceland International 2025. Gerda að keppa og Sölvi Leó í línuvörslu.

Keppendur BH á RSL Iceland International 2026



 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
blue-gray.png
bottom of page