Dagskráin um helgina
- annaliljasig
- Nov 6
- 3 min read
Um helgina verður nóg um að vera hjá okkar fólki. Á dagskránni eru Allir með leikarnir í Laugardalshöll, Vetrarmót unglinga í TBR húsinu, alþjóðlegt mót í Noregi og æfingar í Strandgötu. Hér fyrir neðan má finna allar helstu upplýsingar um viðburði helgarinnar.
Vetrarmót unglinga - TBR húsunum við Gnoðarvog
Vetrarmót unglinga í U13-U19 flokkunum fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog bæði laugardag og sunnudag. 34 BH-ingar eru skráðir til keppni.
Hér á tournamentsoftware.com má finna niðurröðun mótsins og tímasetningar einstakra leikja. Athugið að tímasetningar eru alltaf birtar með fyrirvara um breytingar vegna forfalla og eins geta orðið tafir ef leikir eru mjög jafnir. Alltaf er gott að kíkja aftur á tímasetningar kvöldið áður ef einhverjar tilfærslur hafa orðið. Með því að smella á nafn leikmanns er hægt að sjá alla leiki viðkomandi í riðlunum. Í 3 manna/para riðlum sem heita A-1, A-2, B-1, B-2 o.s.frv. er spilað uppúr riðlum og þeir leikir bætast þá við þegar úrslit eru ljós. Í riðlum sem heita bara A, B, C o.s.frv. er ekki spilað uppúr riðli heldur fær sigurvegari í þessum riðlum verðlaun og engir leikir bætast við.
Keppendur þurfa að mæta í hús a.m.k 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma til að hita upp og gera sig klára fyrir keppni. Mikilvægt að vera með innanhússkó, vatnsbrúsa og hollt og gott nesti. Hvetjum þau sem eiga BH boli til að mæta í þeim. Ef einhver þurfa að fá lánaða spaða þá geta þjálfarar aðstoðað með það.
Mótsgjöld eru 3.500 kr fyrir einliðaleik og 2.750 kr fyrir tvíliða og tvenndarleik. Vinsamlega leggið mótsgjöldin inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010, kt.501001-3090. Hafið samband við Önnu Lilju ef óska þarf eftir greiðslufrest eða greiðsludreifingu.
Mög mikilvægt er að láta vita strax ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll til Kjartans íþróttastjóra (8235332) eða Önnu Lilju framkvæmdastjóra (8686361). Það hefur mjög slæm áhrif á skipulag mótsins ef ekki er látið vita um forföll tímanlega.

Allir með leikarnir - Laugardalshöll
Allir með leikarnir verða haldnir í Laugardalshöll á laugardaginn 8.nóvember kl.10-16 og eru sannkölluð íþróttaveisla fyrir börn með fatlanir á grunnskólaaldri. Leikarnir eru hluti af verkefninu Allir með sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir börn með fatlanir í íþróttum. Þátttakendur fá að prófa 10 íþróttagreinar en einnig verður boðið uppá pizzu, leiki, diskó og skemmtiatriði. Anna Lilja þjálfari og eldri iðkendur í Allir með hóp BH þau Dalrós, Eyrún, og Jóel verða með badmintonkynningu á leikunum. Nánari upplýsingar má finna hér á vef ÍF en skráning fer fram hér í Abler.
FZ Forza Norwegian International - Sandefjord í Noregi
BH-ingarnir Sólrún Anna og Una Hrund keppa á FZ Forza Norwegian International 2025 í Sandefjord í Noregi um helgina. Mótið gefur stig á heimslista og er hluti af Evrópumótaröðinni.
Una Hrund keppir í tvenndarleik með Kristófer Darra úr TBR og er þeirra fyrsti leikur í dag fimmtudag kl.8 að íslenskum tíma. Sólrún Anna og Una Hrund keppa saman í tvíliðaleik og hefja keppni á föstudaginn en ekki er komin tímasetning á leikinn ennþá. Davíð Bjarni, Gústav og Vignir úr TBR eru einnig á meðal keppenda á mótinu.
Hægt er að skoða niðurröðun hér á vef Badminton Europe en bein útsending frá öllum leikjum er á badmintoneurope.tv.
Áfram Ísland!

Æfingar og opinn tími - Strandgötu
Hefðbundin æfingadagskrá verður í Strandgötu bæði föstudag og sunnudag og hvetjum við þau sem ekki eru upptekin í mótum eða öðrum viðburðum að mæta.
Minnum á að flesta sunnudaga er opinn tími í Strandgötu fyrir BH-inga og fjölskyldur kl.13:30-15:00. Velkomið að mæta hvenær sem er innan tímarammans og spila badminton. Þjálfari er á staðnum sem lánar spaða og kúlur og aðstoðar þau sem vilja.






Comments