Vel heppnað Vetrarmót
- annaliljasig
- 7 days ago
- 1 min read
Helgina 8.-9.nóvember fór Vetrarmót unglinga fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Rúmlega 160 leikmenn voru skráðir til keppni, þar af 34 frá BH. Keppt var í einliða og tvenndarleik í geturöðuðum riðlum í U13-U19 flokkunum en einnig í tvíliðaleik í U17-U19 þar sem 22 danskir gestir voru á meðal þátttakenda.
Mótið var vel heppnað, margir jafnir og skemmtilegir leikir og gaman fyrir þátttakendur í U17-U19 að fá nýja mótherja. Þökkum TBR fyrir vel skipulagt og flott mót.
Eftirfarandi BH-ingar sigruðu sína riðla:
Katrín Sunna Erlingsdóttir, 1.sæti í U13B tvenndarleik
Þór Kristinn Róbertsson, 1.sæti í U13C einliðaleik og U13B tvenndarleik
Atli Heiðar Bjarnason, 1.sæti í U13C tvenndarleik
Sandra María Hjaltadóttir, 1.sæti í U13C tvenndarleik
James J. S. Bracero, 1.sæti í U13E einliðaleik
Hilmar Karl Kristjánsson, 1.sæti í U15A einliðaleik
Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.
Myndir af verðlaunahöfum BH má finna hér á Facebook síðu BH en fleiri frábærar myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu TBR.
Takk fyrir þátttökuna og til hamingju með góðan árangur krakkar.





Comments