top of page
Search


Hrekkjavökustuð í Strandgötu
Föstudaginn 31.október og laugardaginn 1.nóvember var hrekkjavökustuð í Strandgötu. Margir iðkendur mættu í búningum og voru þjálfarar duglegir að hafa leiki og æfingar í takt við hátíðina. Í lok allra æfinga fengu allir smá hrekkjavökunammi. Alltaf gaman að brjóta aðeins upp hefðbundið starf og sprella. Meðfylgandi eru myndir frá hrekkjavökdögunum.
Nov 2, 20251 min read


Sunnudagsæfingar færast yfir á laugardag
Helgina 1.-2.nóvember fer Lottó dansmótið fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Vegna þess færast sunnudagsæfingar yfir á laugardag og opinn tími fellur niður. Þá færist æfing Allir með hópsins yfir á mánudag kl.17:00-18:00. Dagskráin laugardaginn 1.nóvember kl.10:00-11:00 - U9 æfing - Eitt foreldri eða forráðamaður mætir með hverju barni kl.11:00-12:00 - U13-U15 æfing kl.12:00-13:30 - Tvíliðaleiksspil ungmenna kl.13:30 - Undirbúningur fyrir dansmót hefst - enginn opinn tími þ
Oct 29, 20251 min read


Æfingar falla niður vegna veðurs
Allar æfingar BH bæði í badminton og borðtennis falla niður í dag vegna veðurs. Almannavarnir og Hafnarfjarðarbær hafa hvatt íþróttafélög til að fella niður allt starf í dag þar sem fólk á ekki að vera á ferðinni eftir klukkan 15 vegna slæmrar færðar og appelsínugulrar veðurviðvörunar. Íþróttahúsið við Strandgötu verður opið til amk 17 og mun starfsmaður taka á móti þeim sem mögulega hafa ekki fengið skilaboð um lokun. Endilega haldið ykkur heima kæru félagar og látið orðið b
Oct 28, 20251 min read


Styttri sunnudagur vegna borðtennismóts
Æfingadagskráin í Strandgötu sunnudaginn 26.október verður samþjöppuð og opinn tími fellur niður vegna borðtenniskeppni í húsinu. Búið er að uppfæra æfingatíma í Abler á eftirfarandi hátt: kl.10:00-11:00 - U9 hópur - Eitt foreldri eða forráðamaður mætir með hverju barni kl.11:00-12:00 - U13-U15 hópur og Tvíliðaspil unglinga kl.12:00-13:00 - Allir með hópurinn Látið endilega orðið berast :) Fullur salur af flottum badmintonkrökkum
Oct 23, 20251 min read


Fyrirlestur um markmiðasetningu
BH býður iðkendum félagsins að koma á fyrirlestur með Helga Val Pálssyni um markmiðasetningu miðvikudaginn 22.október kl.19:30-20:30 í græna salnum á 1.hæð í Strandgötu. Fyrirlesturinn hentar fyrir iðkendur í U13 og eldri flokkum og eru foreldrar velkomnir að mæta líka. Helgi Valur starfar sem íþróttasálfræðiráðgjafi ásamt því að kenna við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Hann er einnig öflugur badmintonspilari og hefur séð um íþróttasálfræðifræðslu fyrir BH frá 2022.
Oct 21, 20251 min read


Næstu mót
Keppnistímabilið í badminton stendur nú sem hæst og nokkur mót framundan sem við hvetjum keppnisglaða BH-inga til að kynna sér. Upplýsingar um mótin má finna hér fyrir neðan en neðst í fréttinni eru almennar upplýsingar um badmintonmót. Bikarkeppni BSÍ - 1.nóvember 2025 Staðsetning: Í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1 , Reykjavík Dagsetning : 1. nóvember 2025. Flokkar og keppnisfyrirkomulag: Liðakeppni fyrir leikmenn í úrvalsdeild. Þjálfarar leikma
Oct 20, 20253 min read


Flottur árangur á KR mótinu
Unglingamót KR fór fram á Meistaravöllum um helgina. 25 BH-ingar tóku þátt og stóðu sig vel. Tólf BH-ingar kepptu í U11 flokknum þar sem allir spiluðu 3 lotur í 21 fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna að keppni lokinni. Í U13-U19 flokkunum var keppt í geturöðuðum riðlum þar sem tveir BH-ingar náðu að sigra sinn riðil, Aron Snær í U15B og Elvar Bjarki í U13J. Þá náðu sjö BH-ingar að vera í öðru sæti í sínum riðli, Kári Bjarni í U13A, Sandra Rós í U13B, Sandra María í U13C, Hró
Oct 20, 20251 min read


Samningar við tíu leikmenn
BH gerði á dögunum samninga við tíu leikmenn í keppnishópum félagsins. Þrír leikmenn fengu keppnissamning og sjö hvatasamning. Samningarnir gilda fyrir tímabilið 2025-2026 og eru gerðir til þess að verðlauna leikmenn fyrir góðan árangur og ástundun og hvetja til frekari dáða. Leikmenn sem fengu keppnissamning BH hafa náð góðum árangri í keppni, stundað æfingar sérstaklega vel, náð lágmörkum í þrekprófi og eru góðar fyrirmyndir innan sem utan vallar: Róbert Ingi Huldarsson Sól
Oct 19, 20251 min read


Nóg um að vera um helgina
Það verður nóg um að vera hjá BH-ingum um helgina og vonandi allir sem eru í bænum með badminton á dagskránni. Vekjum athygli á því að þó það sé vetrarfrí í skólum í Hafnarfirði þessa dagana verða hefðbundnar æfingar í Strandgötu og hvetjum við fólk til að nýta sér það. Mót í KR Unglingamót KR fer fram á Meistaravöllum bæði laugardag og sunnudag. 29 BH-ingar eru skráðir til keppni og er dagskrá eftirfarandi: Laugardagur kl.9:00-12:00 - U13 hnokkar kl.11:30-16:00 - U13 tátur o
Oct 16, 20252 min read


Erik og Angela sigruðu þrefalt á TBR opið
Badmintonmótið TBR opið fór fram í Laugardalnum um helgina. Keppt var í úrvals, 1. og 2. deild fullorðinna. BH-ingar stóðu sig frábærlega og unnu til 22 verðlauna á mótinu. Erik Valur Kjartansson og Angela Líf Kuforiji náðu þeim einstaka árangri að sigra þrefalt í sínum flokki en þau kepptu í 2. deild. Verðlaunahafar BH á mótinu voru eftirfarandi: Gerda Voitechovskaja, 1.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik í úrvalsdeild Hrafnhild
Oct 13, 20251 min read


Næstu mót
Tvö mót eru framundan á mótaskrá Badmintonsambandins. Hvetjum keppnisglaða BH-inga til að kynna sér mótin og skrá sig innan...
Sep 29, 20252 min read


Opið hús hjá RSL á sunnudaginn
Sunnudaginn 21. september kl.16-19 verður BH dagur hjá RSL í Akralind 7 í Kópavogi . Þennan dag verður opið hús fyrir BH-inga, hægt að...
Sep 19, 20251 min read


Dagskráin um helgina
Um helgina eru tvö badmintonmót á dagskrá hjá okkar fólki. Reykjavíkurmót barna og unglinga í TBR og Meistaramót UMFA í Mosfellsbænum....
Sep 18, 20252 min read


Næstu mót
Þrjú mót eru framundan á mótaskrá Badmintonsambandins. Hvetjum keppnisglaða BH-inga til að kynna sér mótin og skrá sig innan...
Sep 8, 20253 min read


Róbert með silfur á fyrsta móti vetrarins
Keppnistímabilið í badminton fór af stað föstudagskvöldið 5.september þegar Einliðaleiksmót TBR fór fram. Keppt var í einliðaleik í...
Sep 8, 20251 min read


Allir með í badminton verkefnið heldur áfram
Í byrjun árs fórum við hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar af stað með nýjan æfingahóp sem kallast Allir með í badminton. Hópurinn er fyrir...
Aug 25, 20251 min read


Vetrarstarfið hefst 1.september
Vetrarstarfið hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar hefst mánudaginn 1. september. Þessa dagana eru iðkendur sem voru skráðir í fyrra að fá...
Aug 12, 20251 min read


Spaðafjör hefst 16.júní - Skráning í fullum gangi
Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára. Hentar fyrir allt frá byrjendum til...
Jun 10, 20253 min read


Opið hús í Strandgötu á 17.júní
Á 17.júní 2025 verður líkt og undanfarin ár opið hús í Íþróttahúsinu við Strandgötu og hægt að prófa bæði borðtennis og badminton. Einnig...
Jun 9, 20251 min read


Lausir vellir í sumar
Í sumar verður hægt að leigja badmintonvelli á þriðjudagseftirmiðdögum hjá okkur í Strandgötunni. Tilvalið fyrir vinahópa eða fjölskyldur...
May 28, 20251 min read
bottom of page
