top of page
Search

Næstu mót

  • annaliljasig
  • 3 days ago
  • 3 min read

Keppnistímabilið í badminton stendur nú sem hæst og nokkur mót framundan sem við hvetjum keppnisglaða BH-inga til að kynna sér. Upplýsingar um mótin má finna hér fyrir neðan en neðst í fréttinni eru almennar upplýsingar um badmintonmót.



Bikarkeppni BSÍ - 1.nóvember 2025


Staðsetning: Í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1 , Reykjavík


Dagsetning: 1. nóvember 2025. 


Flokkar og keppnisfyrirkomulag: Liðakeppni fyrir leikmenn í úrvalsdeild. Þjálfarar leikmanna sem skrá sig skipta þeim í jöfn lið óháð félagi. Sigurliðið verður krýnt Bikarmeistari BSÍ 2025.


Mótsgjöld: BH greiðir mótsgjöld fyrir sitt keppnisfólk


Skráning: Fer fram í Abler eða hjá Kjartani íþróttastjóra BH og lýkur mánudaginn 20.október.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Vetrarmót unglinga - 8.-9.nóvember 2025


Staðsetning: Í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1 , Reykjavík


Dagsetning: 8. - 9. nóvember 2025. 


Flokkar og keppnisfyrirkomulag: U13-U19. Keppt verður í einliðaleik og tvenndarleik í getuskiptum riðlum. Mótið hentar því bæði fyrir lengra og styttra komna. Allir þátttakendur þurfa að þekkja reglurnar og geta verið teljarar hjá öðrum, þau sem ekki eru komin með það á hreinu ættu að bíða eftir næsta móti.


Mótið hefst báða dagana klukkan 10:00 og verður frekari dagskrá ákveðin eftir að skráningu lýkur.


Mótsgjöld:

3.500 kr fyrir einliðaleik.

2.750 kr fyrir tvenndarleik.


Mótsgjaldið þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Skráning: Fer fram á þessu eyðublaði og lýkur miðvikudaginn 29.október.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Deildakeppni BSÍ - 14.-16.nóv 2025 og 6.-8.mars 2026


Dagsetning: 14.-16. nóvember 2025 í Strandgötu og 6.-8.mars 2026 í TBR húsunum. 


Flokkar og keppnisfyrirkomulag: Liðakeppni í 1. deild og 2. deild fullorðinna. Keppnin fer fram á tveimur helgum. Gert er ráð fyrir að hvert lið spili 1-2 daga á hvorri helgi. Í viðureign milli tveggja liða eru sjö leikir: 2x einliðaleikur karla, 1x einliðaleikur kvenna, 2x tvíliðaleikur karla, 1. tvíliðaleikur kvenna og 1x tvenndarleikur.


Mótsgjöld: BH greiðir mótsgjöld fyrir sitt keppnisfólk


Skráning: Keppnisfólk BH sem hefur áhuga á að bjóða sig fram í lið getur skráð sig í Abler eða hjá Kjartani íþróttastjóra BH. Reynt verður að koma öllum sem hafa áhuga og hafa reynslu af keppni í fullorðinflokkum í lið. Skráningu lýkur mánudaginn 20.október.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Almennt um badmintonmót


Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.


BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð í Abler eða með tölvupósti til bh@bhbadminton.is innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða við skráningu í Abler eða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Allir sem skrá sig á mót þurfa að kunna reglurnar nokkuð vel og treysta sér til að vera teljarar á leikjum hjá öðrum keppendum. Á lang flestum barn og unglingamótum þurfa þátttakendur að setjast upp í dómarastól að sínum leik loknum og telja stig í næsta leik á eftir.


Nýtt keppnisfyrirkomulag á unglingamótum sem prófað var í fyrra heldur áfram. Ekki verða nein sérstök A og B mót eins og þekktist áður heldur verða öll mótin nema tvö spiluð í geturöðuðum riðlum. Sjá nánar með því að smella hér.


Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í 2.deild fullorðinna.


Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.


Aldursflokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2025-2026 U9 - fædd 2017 og síðar U11 - fædd 2016 og 2015 U13 - fædd 2014 og 2013 U15 - fædd 2012 og 2011 U17 - fædd 2010 og 2009 U19 - fædd 2008 og 2007


ree

 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page