Vetrarstarfið hefst 1.september
- annaliljasig
- Aug 12
- 1 min read
Updated: Aug 25
Vetrarstarfið hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar hefst mánudaginn 1. september. Þessa dagana eru iðkendur sem voru skráðir í fyrra að fá boð um forskráningu. Skráning í laus pláss fyrir nýja iðkendur hefst á hádegi föstudaginn 15. ágúst.
Skráning í hópa fer fram hér í Abler. Allar upplýsingar um æfingatíma og æfingagjöld má finna hér á vefnum eða með því að smella á slóðirnar hér fyrir neðan. Ef einhver vilja koma og prófa áður en þau skrá sig þarf að senda póst á bh@bhbadminton.is með upplýsingum um kennitölu iðkanda til að taka frá pláss.
Badminton
Eigum lausa badmintonvelli í hádeginu á miðvikudögum og föstudögum kl.11:50-12:50, þriðjudögum kl.22:00-23:00 og miðvikudögum kl.21:40-22:40 fyrir þau sem vilja koma og spila badminton 2-4 saman. Stakur tími kostar 5.900 kr/völlurinn en fastur tími frá september til maí 89.500 kr/völlurinn. Bókanlegt í gegnum bh@bhbadminton.is.
Borðtennis
Hægt er að leigja staka tíma í borðtennis á mánudögum kl.20:00-21:00, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl.20:30-21:30 og föstudögum kl.17-18. Stakur tími kostar 3.000 kr/klst fyrir hvert borð. Best að hringja á undan í íþróttahúsið og athuga hvort það sé ekki örugglega laust í síma 5551711.
Aðstoð við skráningu og nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Lilja framkvæmdastjóri BH í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is og í síma 8686361.
Hlökkum til að fá bæði gamla og nýja iðkendur í hús aftur eftir gott sumarfrí.
Sjáumst í Strandgötu!





Comments