top of page
Search

Skráningu að ljúka í Meistaramót Íslands

Meistaramót Íslands fer fram hjá okkur í Strandgötu dagana 25.-27.apríl næstkomandi. Á mótinu er keppt um Íslandsmeistaratitla í fullorðinsflokkunum úrvalsdeild, 1.deild og 2.deild. Hvetjum allt vant keppnisfólk til að taka þátt. Skráning BH-inga er í fullum gangi á þessu eyðublaði og lýkur föstudaginn 12.apríl.


Nánari upplýsingar um mótið:


Meistarmót Íslands - 25. - 25. apríl 2024


Staðsetning: Íþróttahúsið Strandgötu


Flokkar: Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Hentar aðeins fyrir vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Hægt að fá undanþágu frá aldri í sérstökum tilfellum. Minnum á að landsliðsþjálfari vill og mælir með að leikmenn spili max 2 greinar.


Keppnisfyrirkomulag: Útsláttur í öllum greinum.


Drög að dagskrá : Fimmtudagur 25. apríl (sumardagurinn fyrsti) - keppni hefst kl. 9:00 Föstudagur 26. apríl - keppni hefst kl.16:00 Laugardagur 27. apríl - Úrslit hefjast kl. 9:00 og mótið klárast þann dag.


Mótsgjöld: 5.000 kr í einliðaleik og 4.000 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Vinsamlega leggið mótsgjöld inn eigi síðar en á mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Skráning: Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði og lýkur föstudaginn 12.apríl.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Glæsilegt lokahóf Badmintonsambands Íslands verður haldið laugardagskvöldið

27. apríl og eru leikmenn hvattir til að taka kvöldið frá. Sjá auglýsingu hér.




bottom of page