top of page
Search

Nóg um að vera um helgina

  • annaliljasig
  • Oct 16
  • 2 min read

Það verður nóg um að vera hjá BH-ingum um helgina og vonandi allir sem eru í bænum með badminton á dagskránni. Vekjum athygli á því að þó það sé vetrarfrí í skólum í Hafnarfirði þessa dagana verða hefðbundnar æfingar í Strandgötu og hvetjum við fólk til að nýta sér það.


Mót í KR


Unglingamót KR fer fram á Meistaravöllum bæði laugardag og sunnudag. 29 BH-ingar eru skráðir til keppni og er dagskrá eftirfarandi:


Laugardagur

kl.9:00-12:00 - U13 hnokkar

kl.11:30-16:00 - U13 tátur og U15-U17 telpur


Sunnudagur

kl.9:00-11:00 - U11 snáðar - mæting 8:45 fyrir alla - ótímasettir leikir

kl.11:00-12:00 - U11 snótir - mæting kl.10:45 fyrir allar - ótímasettir leikir

kl.12:30-16:00 - U15 sveinar og U17-U19 piltar


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja í U13-U19 flokkunum má finna hér á tournamentsoftware.com. Athugið að tímasetningar eru alltaf birtar með fyrirvara um forföll og breytingar vegna þeirra. Gott að fylgjast vel með breytingum og kíkja aftur á vefinn stuttu fyrir keppni. Leikir í U11 eru ekki tímasettir heldur mæta allir í þeim flokkum á sama tíma og spila innan tímarammans.


Landsliðsæfingar


Æfingabúðir landsliðshópa BSÍ verða um helgina, í TBR fimmtudag og sunnudag en í Strandgötu föstudag og laugardag. Landsliðsþjálfarinn Kenneth Larsen hefur valið eftirfarandi BH-inga til að taka þátt í æfingunum:


  • Erik Valur Kjartansson

  • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir

  • Katla Sól Arnarsdóttir

  • Laufey Lára Haraldsdóttir

  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir

  • Lúðvík Kemp

  • Róbert Ingi Huldarsson

  • Sólrún Anna Ingvarsdóttir

  • Una Hrund Örvar


Óskum okkar fólki góðs gengis á landsliðsæfingunum.


Æfingar í Strandgötu á sunnudag


Á sunnudaginn verður hefðbundin æfingadagskrá í Strandgötu og hvetjum við öll sem ekki eru á ferð og flugi í vetrarfríinu að nýta sér það. Minnum á að flesta sunnudaga er opinn tími fyrir BH-inga og fjölskyldur kl.13:30-15:00 þar sem velkomið er að mæta, fá lánaða spaða og kúlur og spila saman badminton.


Sunnudagsdagskráin í Strandgötu er alla jafna eftirfarandi en þar stundum að hnika til vegna mótahalds í húsinu:


10:00-11:00 - U9 hópur - Eitt foreldri eða forráðamaður mætir með og tekur þátt

11:00-12:00 - U13-U15 hópur

12:00-13:30 - Tvíliðaleiksspil unglinga

13:30-15:00 - Opinn tími fyrir BH-inga og fjölskyldur

15:00-16:00 - Allir með hópurinn


Góða helgi kæru félagar!


BH-ingarnir sem tóku þátt í Unglingamóti KR í fyrra
BH-ingarnir sem tóku þátt í Unglingamóti KR í fyrra






 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page