Nóg um að vera um helgina
- annaliljasig
- Oct 16
- 2 min read
Það verður nóg um að vera hjá BH-ingum um helgina og vonandi allir sem eru í bænum með badminton á dagskránni. Vekjum athygli á því að þó það sé vetrarfrí í skólum í Hafnarfirði þessa dagana verða hefðbundnar æfingar í Strandgötu og hvetjum við fólk til að nýta sér það.
Mót í KR
Unglingamót KR fer fram á Meistaravöllum bæði laugardag og sunnudag. 29 BH-ingar eru skráðir til keppni og er dagskrá eftirfarandi:
Laugardagur
kl.9:00-12:00 - U13 hnokkar
kl.11:30-16:00 - U13 tátur og U15-U17 telpur
Sunnudagur
kl.9:00-11:00 - U11 snáðar - mæting 8:45 fyrir alla - ótímasettir leikir
kl.11:00-12:00 - U11 snótir - mæting kl.10:45 fyrir allar - ótímasettir leikir
kl.12:30-16:00 - U15 sveinar og U17-U19 piltar
Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja í U13-U19 flokkunum má finna hér á tournamentsoftware.com. Athugið að tímasetningar eru alltaf birtar með fyrirvara um forföll og breytingar vegna þeirra. Gott að fylgjast vel með breytingum og kíkja aftur á vefinn stuttu fyrir keppni. Leikir í U11 eru ekki tímasettir heldur mæta allir í þeim flokkum á sama tíma og spila innan tímarammans.
Landsliðsæfingar
Æfingabúðir landsliðshópa BSÍ verða um helgina, í TBR fimmtudag og sunnudag en í Strandgötu föstudag og laugardag. Landsliðsþjálfarinn Kenneth Larsen hefur valið eftirfarandi BH-inga til að taka þátt í æfingunum:
Erik Valur Kjartansson
Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir
Katla Sól Arnarsdóttir
Laufey Lára Haraldsdóttir
Lilja Guðrún Kristjánsdóttir
Lúðvík Kemp
Róbert Ingi Huldarsson
Sólrún Anna Ingvarsdóttir
Una Hrund Örvar
Óskum okkar fólki góðs gengis á landsliðsæfingunum.
Æfingar í Strandgötu á sunnudag
Á sunnudaginn verður hefðbundin æfingadagskrá í Strandgötu og hvetjum við öll sem ekki eru á ferð og flugi í vetrarfríinu að nýta sér það. Minnum á að flesta sunnudaga er opinn tími fyrir BH-inga og fjölskyldur kl.13:30-15:00 þar sem velkomið er að mæta, fá lánaða spaða og kúlur og spila saman badminton.
Sunnudagsdagskráin í Strandgötu er alla jafna eftirfarandi en þar stundum að hnika til vegna mótahalds í húsinu:
10:00-11:00 - U9 hópur - Eitt foreldri eða forráðamaður mætir með og tekur þátt
11:00-12:00 - U13-U15 hópur
12:00-13:30 - Tvíliðaleiksspil unglinga
13:30-15:00 - Opinn tími fyrir BH-inga og fjölskyldur
15:00-16:00 - Allir með hópurinn
Góða helgi kæru félagar!





Comments