top of page
Search

Góð ferð til Siglufjarðar

Updated: Oct 11

BH fór í góða keppnisferð til Siglufjarðar helgina 4.-6.október með 36 keppendur, 3 þjálfara og fullt af hjálpsömum foreldrum. Einnig voru keppendur frá TBS, TBR, Hamar og Tindastól á mótinu en BH-ingar voru lang fjölmennastir.


Lagt var af stað um hádegi á föstudag með rútu. Á leiðinni norður var stoppað í sundi á Blönduósi og þar borðaður kvöldverður áður en haldið var áfram til Siglufjarðar. Á Siglufirði var gist í félagsmiðstöðinni Neon þar sem var fullt af frábærri afþreyingu fyrir hópinn og fínasta gistiaðstaða. Morgunmatur var snæddur í bakaríinu og þá var boðið uppá pizzuveislu í bláa húsinu á laugardagskvöldið.


Keppt var í U11-U17 flokkunum í geturöðuðum riðlum í einliða- og tvíliðaleik. Allir fengu 3-4 leiki í einliðaleik og 2-4 í tvíliðaleik sem er óvanalega mikið og mjög skemmtilegt fyrir keppendur. Veitt voru handklæði í þátttökuverðlaun til allra að keppni lokinni auk þess sem sigurvegarar í hverjum riðli fengu brúsa eða sælgæti í verðlaun.


Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna í sínum riðlum í einliðaleik:


U11A snótir - Marikó Erla Sugrgeirsdóttir 2.sæti

U11B snótir - Heiðrún Hekla Erlendsdóttir 2.sæti

U11B snáðar - Lárus Freyr Helgason 1.sæti

U13B tátur - Kristín Eldey Steingrímsdóttir 2.sæti

U13B hnokkar - Ágúst Malek Hasan, 1.sæti

U13B hnokkar - Kári Bjarni Kristjánsson 2.sæti

U15C sveinar - Hilmar Karl Kristjánsson 1.sæti

U17A drengir - Dagur Örn Antonsson 1.sæti


Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna í sínum riðlum í tvíliðaleik:

U13A hnokkar - Sigurður Bill Arnarsson 1.sæti

U13B hnokkar - Ágúst Malek og Kári Bjarni 1.sæti

U13B tátur - Kristín Eldey og Lilja Guðrún 1.sæti

U13C tátur - Katrín Sunna og Marikó Erla 1.sæti

U13C tátur - Heiðrún Hekla og Sandra María 2.sæti

U15A meyjar - Laufey Lára Haraldsdóttir 1.sæti

U15-U17A drengir - Erik Valur Kjartansson 2.sæti

U15-U17B drengir - Birnir Hólm og Hilmar Karl 1.sæti


Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir hér á Facebook.


Sólrún, Una og Anna Lilja voru þjálfarar í ferðinni en með þeim í fararstjórn voru fjórir foreldrar auk þess sem fleiri foreldrar gerðu sér ferð norður til að fylgjast með mótinu og aðstoða hópinn. Allt gekk vel og okkar fólk til fyrirmyndar.


Þökkum TBS kærlega fyrir frábærar móttökur á Siglufirði og virkilega vel skipulagt og flott mót. Mikil vinna lögð í niðurröðun, tímasetningar og teljaraskipulag sem var algerlega til fyrirmyndar.


BH hópurinn stoppaði á Blönduósi í sund og kvöldmat á leiðinni norður á Siglufjörð
BH hópurinn stoppaði á Blönduósi í sund og kvöldmat á leiðinni norður á Siglufjörð

Comments


bottom of page