BH Skonsur Íslandsmeistarar í 2.deild
- annaliljasig
- Apr 1
- 2 min read
Deildakeppni BSÍ 2024-2025 lauk á laugardaginn. BH var með 6 lið í keppninni og átti auk þess leikmann í einu sameiginlegu liði nokkurra félaga. Okkar fólk stóð sig frábærlega í keppninni, sýndu góða liðsheild og voru til fyrirmyndar innan vallar sem utan.
BH Skonsur náðu þeim frábæra árangri að sigra í 2. deild og eru því Íslandsmeistarar liða. Í 2. sæti voru BH Prima Donnas sem veittu Skonsunum harða keppni í úrslitaleiknum. BH Babies spiluðu einnig í 2. deild og sigruðu þau lið ÍA í hörku leik um 7. sætið í deildinni.


Í 1. deild voru tvö lið frá BH, BH Bombur og BH-H. Bomburnar urðu í öðru sæti á eftir stjörnum hlöðnu liði TBR Öllara sem voru með 6 Ólympíuleika og einn heimsmeistaratitil á ferilskránni. BH-H endaði í 4.sæti en liðið tapaði mjög naumlega fyrir liðunum þremur fyrir ofan sig og hefðu með smá heppni getað endað ofar í töflunni.


Í efstu deildinni, úrvalsdeild, var BH með eitt lið sem endaði í 2. sæti deildarinnar. Þrjú lið voru í deildinni sem spiluðu tvöfalda umferð. Dómarar BH þær Sólveig og Snjólaug sá um að dæma úrvalsdeildarleiki BH.

Öll úrslit Deildakeppni BSÍ 2024-2025 má finna hér á tournamentsoftware.com.
BH liðin hittust föstudagskvöldið 28. mars. Tóku síðustu æfingu fyrir keppni, borðuðu saman kjúklingasalat og fengu hvatningarræðu frá formanni BH, Erlu Björgu Hafsteinsdóttur.

Commenti