top of page
Search

BH Skonsur Íslandsmeistarar í 2.deild

  • annaliljasig
  • Apr 1
  • 2 min read

Deildakeppni BSÍ 2024-2025 lauk á laugardaginn. BH var með 6 lið í keppninni og átti auk þess leikmann í einu sameiginlegu liði nokkurra félaga. Okkar fólk stóð sig frábærlega í keppninni, sýndu góða liðsheild og voru til fyrirmyndar innan vallar sem utan.


BH Skonsur náðu þeim frábæra árangri að sigra í 2. deild og eru því Íslandsmeistarar liða. Í 2. sæti voru BH Prima Donnas sem veittu Skonsunum harða keppni í úrslitaleiknum. BH Babies spiluðu einnig í 2. deild og sigruðu þau lið ÍA í hörku leik um 7. sætið í deildinni.



BH-Skonsur - Íslandsmeistarar í 2. deild. Frá vinstri Jón Sverrir, Helgi Valur, Katrín, Erla Rós, Garðar, Kári.
BH-Skonsur - Íslandsmeistarar í 2. deild. Frá vinstri Jón Sverrir, Helgi Valur, Katrín, Erla Rós, Garðar, Kári.

BH - Prima Donnas - 2. sæti í 2. deild. Frá vinstri Fúsi, Freyr, Kristján Ásgeir, Angela, Snædís, Birkir, Rúnar.
BH - Prima Donnas - 2. sæti í 2. deild. Frá vinstri Fúsi, Freyr, Kristján Ásgeir, Angela, Snædís, Birkir, Rúnar.




Í 1. deild voru tvö lið frá BH, BH Bombur og BH-H. Bomburnar urðu í öðru sæti á eftir stjörnum hlöðnu liði TBR Öllara sem voru með 6 Ólympíuleika og einn heimsmeistaratitil á ferilskránni. BH-H endaði í 4.sæti en liðið tapaði mjög naumlega fyrir liðunum þremur fyrir ofan sig og hefðu með smá heppni getað endað ofar í töflunni.



BH-Bombur - 2.sæti í 1. deild. Frá vinstri Jón Víðir, Daníel, Stefán, Siggi, Adam, Askur, Hrafnhildur, Katla.
BH-Bombur - 2.sæti í 1. deild. Frá vinstri Jón Víðir, Daníel, Stefán, Siggi, Adam, Askur, Hrafnhildur, Katla.


BH-H - 4.sæti í 1. deild. Frá vinstri Stefán Steinar, Hólmsteinn, Emil, Baldur, Kata Vala, Halla María, Lena Rut, Natalía. Á myndina vantar Ólaf Örn og Kjartan Drafnar sem voru forfallaðir seinni keppnishelgina.
BH-H - 4.sæti í 1. deild. Frá vinstri Stefán Steinar, Hólmsteinn, Emil, Baldur, Kata Vala, Halla María, Lena Rut, Natalía. Á myndina vantar Ólaf Örn og Kjartan Drafnar sem voru forfallaðir seinni keppnishelgina.

Í efstu deildinni, úrvalsdeild, var BH með eitt lið sem endaði í 2. sæti deildarinnar. Þrjú lið voru í deildinni sem spiluðu tvöfalda umferð. Dómarar BH þær Sólveig og Snjólaug sá um að dæma úrvalsdeildarleiki BH.


Úrvalsdeildarlið BH. Frá vinstri Róbert Ingi, Jón Víðir, Guðmundur Adam, Rakel Rut, Una Hrund, Sólrún Anna. Á myndina vantar Gerdu, Gabríel Inga og Brynjar Má sem misstu af verðlaunaafhendingu.
Úrvalsdeildarlið BH. Frá vinstri Róbert Ingi, Jón Víðir, Guðmundur Adam, Rakel Rut, Una Hrund, Sólrún Anna. Á myndina vantar Gerdu, Gabríel Inga og Brynjar Má sem misstu af verðlaunaafhendingu.

Öll úrslit Deildakeppni BSÍ 2024-2025 má finna hér á tournamentsoftware.com.


BH liðin hittust föstudagskvöldið 28. mars. Tóku síðustu æfingu fyrir keppni, borðuðu saman kjúklingasalat og fengu hvatningarræðu frá formanni BH, Erlu Björgu Hafsteinsdóttur.


Vel mætt í matarboð deildakeppnisliðanna.
Vel mætt í matarboð deildakeppnisliðanna.




 
 
 

Commenti


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page