top of page
Search

Íslandsmót unglinga 9.-11.mars

Íslandsmót unglinga fer fram á Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi helgina 9.-11.mars næstkomandi. Vinsamlega athugið að Íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt svæði. Allt sem inniheldur hnetur og hraðfiskur er stranglega bannað að koma með inn í hús.

Keppni hefst að öllum líkindum á föstudagsmorgunin 9.mars í einhverjum flokkum en örugglega ekki í U11 flokknum.

Keppt verður í einliða- tvíliða- og tvenndarleik í U11-U19. Keppt verður í riðlum í einliðaleik í öllum flokkum þannig að allir fái amk tvo leiki. Í U13-U19 verður skipt í A og B getustig. Í tvíliða- og tvenndarleik verður hreinn útsláttur.

Mótsgjöld eru 2000 kr fyrir einliðaleik og 1500 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik.

Mótið hentar aðeins fyrir þau sem þekkja vel reglurnar og hafa keppt áður.

Síðasti skráningardagur er föstudagur 23.febrúar. BH-ingar geta skráð sig með því að senda póst á bhbadminton@hotmail.com.

bottom of page