top of page
Search

BH í 2.sæti í 1. og 2.deild

Deildakeppni BSÍ 2023-2024 er að ljúka þessa dagana en þar er keppt um Íslandsmeistaratitla í liðakeppni í fullorðinsflokkum. BH sendi fimm lið til keppni á þessu tímabili, flest allra félaga.


Um síðustu helgi var spiluð síðasta umferðin í 1.deildinni. BH var með tvö lið í 1.deild og átti auk þess einn leikmann í liðinu UMFA/BH. Liðið BH-K varð í 2.sæti í deildinni rétt á eftir liðinu TBR unglingar sem urðu Íslandsmeistarar. BH-S varð í 3.sæti eftir harða keppni við BH-K um silfrið. Smellið hér til að skoða öll úrslit í 1.deildinni.


BH liðin tvö sem spiluð í 2.deild urðu einnig í 2. og 3.sæti í deildinni eins og 1.deildar liðin. BH-E í 2.sæti og BH-R í 3.sæti en bæði lið töpuðu naumlega 4-3 fyrir Íslandsmeisturunum úr Mosfellsbænum UMFA. Smellið hér til að skoða öll úrslit í 2.deildinni.


Tvö lið eru skráð til keppni í úrvalsdeildinni, BH/ÍA og BH. Munu liðin mætast tvisvar í keppni um Íslandsmeistaratitilinn, sunnudaginn 21.apríl kl.16:30 og þriðjudaginn 23.apríl kl.17:30. Hvetjum öll áhugasöm um að mæta og fylgjast með bestu leikmönnum félagsins etja kappi. Smellið hér til að skoða lista yfir leikmenn í liðunum.


Verðlaun fyrir Deildakeppnina 2023-2024 verða veitt laugardaginn 27.apríl rétt áður en úrslit hefjast á Meistaramóti Íslands sem fram fer í Strandgötu.
Liðið BH-K sem varð í 2.sæti í 1.deild Deildakeppni BSÍ 2023-2024
Liðið BH-K sem varð í 2.sæti í 1.deild Deildakeppni BSÍ 2023-2024


Liðið BH-S sem varð í 3.sæti í 1.deild Deildakeppni BSÍ 2023-2024
Liðið BH-S sem varð í 3.sæti í 1.deild Deildakeppni BSÍ 2023-2024


Liðið UMFA/BH en Lena Rut var fulltrúi BH í liðinu sem keppti í 1.deild Deildakeppni BSÍ 2023-2024
Liðið UMFA/BH en Lena Rut var fulltrúi BH í liðinu sem keppti í 1.deild Deildakeppni BSÍ 2023-2024


Liðið BH-E sem varð í 2.sæti í 2.deild Deildakeppni BSÍ 2023-2024
Liðið BH-E sem varð í 2.sæti í 2.deild Deildakeppni BSÍ 2023-2024

Liðið BH-R sem varð í 3.sæti í 2.deild Deildakeppni BSÍ 2023-2024
Liðið BH-R sem varð í 3.sæti í 2.deild Deildakeppni BSÍ 2023-2024
Comments


bottom of page