top of page
Search

Æfingar hefjast 2.janúar

Gleðilegt nýtt ár kæru iðkendur, foreldrar og forráðamenn og takk fyrir það gamla. Æfingar Badmintondeildar BH hefjast mánudaginn 2.janúar og Borðtennisdeildar BH þriðjudaginn 3.janúar. Æfingatafla verður sú sama og fyrir áramót.


Skráning


Skráning á vorönn fer fram hér í Sportabler. Getum bætt við örfáum iðkendum í alla barna og unglingahópa. Fullt er í fullorðinshópa í badminton en hægt að skrá sig á biðlista. Þau sem skráðu sig allan veturinn þurfa ekkert að gera en þau sem skráðu sig aðeins á haustönn og nýir iðkendur þurfa að skrá sig á vorönn í Sportabler. Hægt er að fá aðstoð við skráningu í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is.


Sportabler


Hvetjum alla iðkendur, foreldra og forráðamenn til að vera með Sportabler appið sem við notum til að koma skilaboðum um æfingar og viðburði á framfæri. Óskum einnig eftir að iðkendur merki við sig í appinu svo að þjálfarar geti undirbúið sig betur fyrir æfingarnar. Hægt er að fá aðstoð við uppsetningu á appinu í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is.


Badmintonmót


Hvetjum badminton iðkendur sem hafa áhuga á keppni til að kíkja á mótaskrá Badmintonsambandsins hér á badminton.is og setja mót sem þau stefna á í dagatalið hjá sér. Skráningu lýkur yfirleitt viku fyrir mót en upplýsingar um nákvæman tíma koma í Sportabler og á vefinn okkar badmintonfelag.is um leið og upplýsingar berast. Upplýsingar um fyrstu mót árins má finna hér.






bottom of page