top of page
Search

Tvö mót um helgina

Um helgina eru tvö badmintonmót á dagskrá hjá okkar fólki. Í KR heimilinu keppa 24 BH-ingar á Óskarsmóti KR þar sem keppt er í meistara, A og B flokkum fullorðinna. Í Þorlákshöfn keppa 32 BH-ingar í Unglingameistaramóti Þórs sem er B mót unglinga í U9-U17 flokkunum. Þó margir séu að keppa um helgina verða einnig hefðbundnar æfingar á sunnudag kl.10-14.


Unglingameistaramót Þórs


Metskráning var á mótið í ár og því er dagskrá aðeins lengri en búið var að gera ráð fyrir.

U9 og U11 spila kl.10:00-13:30

U13, U15 og U17 kl.13:20-19:00


Niðurröðun og tímasetningar má finna hér á tournamentsoftware.com Best er að ýta á hnappinn "players" á tournamentsoftware.com og svo á nafn iðkanda til að sjá leiki viðkomandi. Í U13-U19 er aðeins um er að ræða fyrstu leiki og gætu orðið fleiri leikir ef iðkandi vinnur sína leiki. Í U9 og U11 er ekki spilað til úrslita og því eru allir leikir komnir á dagskrá. Athugið að tímasetningar eru alltaf birtar með fyrirvara, ef mikið verður um jafna og langa lengi gæti dagskrá raskast eitthvað.

Íþróttahúsið er við Hafnarberg 41 í Þorlákshöfn, sami staður og sundlaugin. Sjá hér á google maps.

Þjálfarar BH á staðnum eru eftirfarandi:


Elín Ósk s. 661 3876

Kiddi s. 896 0932

Rakel s. 823 0803


Eins og áður hefur komið fram eru áhorfendur ekki leyfðir á mótinu en okkar þjálfarar munu passa vel uppá alla.

Mælum með því að mæta á staðinn eigi síðar en 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma til að hafa tíma til að hita upp og átta sig aðeins á aðstæðum. Gott er að vera í svipuðum klæðnaði og á æfingum þ.e. stuttbuxum og bol en hafa með sér íþróttapeysu og bol til að fara í á milli leikja. Einnig ættu allir að vera með vatnsbrúsa og holt og gott nesti til að grípa í sig í hléum.

Mótsgjaldið er 1500 kr fyrir einliðaleik og 1200 kr á mann fyrir tvíliðaleik. Mótsgjöld skal leggja inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt.501001-3090. Hafið samband ef þið þurfið greiðslufrest.

Mjög mikilvægt er að láta þjálfara vita sem fyrst ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll. Það hefur slæm áhrif á skipulag mótsins ef margir boða forföll seint eða ekki.


Óskarsmót KR


Niðurröðun fyrir mótið má finna hér á tournamentsoftware.com.


Þjálfarar BH á staðnum eru eftirfarandi:

Kjartan s. 897 4184 Siggi s. 847 6015


Mjög mikilvægt er að láta þjálfara vita sem fyrst ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.


Mótsgjöld eru 2500 KR á mann í hverja grein og þarf að leggja inná reikning BH: 0545-26-5010, kt.501001-3090


ATH Vegna aðstæðna í KR-heimilinu eru áhorfendur ekki leyfðir á mótinu. Aðeins leikmenn, þjálfarar og starfsmenn mótsins. Keppendur (á milli leikja) og starfsmenn skulu bera grímur.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun á mótum helgarinnar.


Hluti af keppendum BH á Þórsmótinu í Þorlákshöfn 2020.

bottom of page