Jólafrí
- annaliljasig
- 19 hours ago
- 1 min read
Þá er jólamánuðurinn runninn upp með sinni gleði og frídögum. Það verður jólafrí hjá okkur í BH frá 23. desember til 1. janúar. Síðasta æfing fyrir jól verður mánudaginn 22.janúar og fyrsta æfing á nýju ári föstudaginn 2.janúar.
Mánudaginn 29.janúar verður opinn tími fyrir BH-inga og fjölskyldur kl.16:00-18:00. Tilvalið fyrir þau sem langar að koma og leika sér saman í badminton í jólafríinu.
Á síðustu æfingum fyrir jól verða þjálfarar í sérstöku jólastuði. Verða með eitthvað sprell á æfingum og gefa góðgæti. Hvetjum öll til að mæta í rauðu og með jólasveinahúfur þessar síðustu æfingar fyrir jól.
Gleðilega hátíð kæru félagar.





Comments