top of page
Search

Snillingamót BH - 5.maí

Laugardaginn 5.maí 2018 heldur Badmintonfélag Hafnarfjarðar Snillingamót BH í Íþróttahúsinu við Strandgötu fyrir unga badmintonsnillinga í aldursflokkunum U9 og U11.

Mótið er með svolítið öðru sniði en þekkist í eldri flokkum því spilað verður á minni völlum til að fá meira spil og vonandi betri upplifun fyrir krakkana. U11 spila á hefðbundnum hálfum velli. U9 spila á hálfum velli og notast við næst öftustu endalínu ásamt því að netið verður lækkað ca. 30 cm. Hver leikur er ein lota í 21 stig og fær hver leikmaður a.m.k. 4 leiki.

Þetta mót hentar jafnt fyrir byrjendur og lengra komna því skipt verður í hópa eftir getustigi.

Þátttökugjald er 1.000 krónur á mann. Allir þátttakendur fá glaðning í mótslok.

Dagskrá mótsins

U9 (fædd 2009 og síðar)            mæta kl.09:45       spila kl.10:00-12:30

U11 (fædd 2007 og 2008)            mæta kl.12:45      spila kl.13:00-15:30

Skráningu lýkur miðvikudaginn 2.maí. Foreldrar BH-inga sem vilja taka þátt þurfa að senda nafn og kennitölur þátttakenda bhbadminton@hotmail.com.

Comments


bottom of page