top of page
Search

Síðustu mót vetrarins

  • annaliljasig
  • 1 day ago
  • 3 min read

Fjögur síðustu mót vetrarins eru á dagskrá eftir páska, tvö fyrir börn og unglinga og tvö fyrir fullorðna. Hvetjum keppnisglöð til að kynna sér málið. Upplýsingar um mótin má finna hér fyrir neðan en neðst í fréttinni eru almennar upplýsingar um badmintonmót.


Meistaramót Íslands - 24.-26.apríl 2025


Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog


Dagsetning: 24.-26.apríl 2025


Flokkar: Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Hentar aðeins fyrir vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Hægt að fá undanþágu frá aldri í sérstökum tilfellum.


Keppnisfyrirkomulag: Hreinn útsláttur í öllum greinum.


Drög að dagskrá :

Fimmtudagur 24. apríl (sumardagurinn fyrsti) : frá kl 09:00

Föstudagur 25. apríl : frá kl 16:00

Laugardagur 26. apríl : Úrslitaleikir


Mótsgjöld: 6.000 kr í einliðaleik og 5.000 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Vinsamlega leggjið mótsgjöld inn eigi síðar en á mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Skráning: Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði og lýkur sunnudaginn 13.apríl.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Glæsilegt lokahóf Badmintonsambands Íslands verður haldið laugardagskvöldið 26. apríl fyrir 18 ára og eldri. Sjá nánar á vef BSÍ.


Vormót trimmara - 4. maí 2025


Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog.


Dagsetning: 4. maí 2025


Flokkar og keppnisfyrirkomulag:

Keppt í trimmflokki, 18 ára og eldri.


Mótsgjöld:

Upplýsingar væntanlegar


Skráning: Upplýsingar væntanlegar.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Unglingamót BH - 9.-11.maí 2025


Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði


Dagsetning: 9.-11.maí 2025


Flokkar og keppnisfyrirkomulag:  Keppt í tvíliða- og tvenndarleik í U13-U19

Spilað verður í geturöðuðum riðlum og því hentar mótið fyrir öll getustig sem þekkja vel reglurnar og treysta sér að vera teljarar hjá öðrum. Leitast verður við að hafa 3-4 pör í

hverjum riðli en það getur þó verið breytilegt eftir fjölda skráðra para. Ekki verður spilað uppúr riðlunum heldur fá sigurvegarar í hverjum riðli verðlaun.


Það kemur í ljós fljótlega eftir að skráning liggur fyrir hvaða flokkur og grein spilar hvaða dag. Stefnt er að því að gefa út niðurröðun með tímasetningum allra leikja þriðjudaginn 6.maí.


Mótsgjöld: 2.500 kr á mann í hverja grein


Mótsgjaldið þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Skráning: Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði og lýkur miðvikudaginn 30.apríl.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Snillingamót BH - 10.-11.maí 2025


Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði


Dagsetning: 10.-11.maí 2025


Flokkar og keppnisfyrirkomulag:  Keppt í einliðaleik á hálfum velli í U9 og U11. Stuttur hálfur völlur í U9, hefðbundinn hálfur völlur í U11.


Keppendum verður raðað í hópa eftir getu og því hentar mótið fyrir öll getustig sem þekkja reglurnar og finnst gaman að keppa. Að keppni lokinni fá allir þátttakendur sumarglaðning.


Dagskrá: U9 (fædd 2016 og síðar) Spila laugardaginn 10.maí kl.9:00-11:00, mæting 8:45

U11 (fædd 2014 og 2015) Spila sunnudaginn 11.maí kl.9:00-11:00, mæting 8:45


Mótsgjöld: 2.000 kr á mann


Mótsgjaldið þarf að greiða við skráningu í Abler eða leggja inná reikning BH með nafn barns í skýringu: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Skráning: Skráning BH-inga fer fram í Abler appinu og opnar strax eftir páska. Skráningu lýkur mánudaginn 5. maí.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Almennt um badmintonmót


Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.


BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð í Sportabler eða með tölvupósti til bh@bhbadminton.is innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða við skráningu í Sportabler eða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Allir sem skrá sig á mót þurfa að kunna reglurnar nokkuð vel og treysta sér til að vera teljarar á leikjum hjá öðrum keppendum. Á lang flestum barn og unglingamótum þurfa þátttakendur að setjast upp í dómarastól að sínum leik loknum og telja stig í næsta leik á eftir.


Nýtt keppnisfyrirkomulag verður á unglingamótum í vetur. Ekki verða nein sérstök A og B mót eins og þekktist áður heldur verða öll mótin nema tvö spiluð í geturöðuðum riðlum. Sjá nánar með því að smella hér.


Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í 2.deild fullorðinna.


Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.


Aldursflokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2024-2025 U9 - fædd 2016 og síðar U11 - fædd 2014 og 2015 U13 - fædd 2012 og 2013 U15 - fædd 2010 og 2011 U17 - fædd 2008 og 2009 U19 - fædd 2006 og 2007



 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page