top of page
Search

Meistaramót BH og RSL í Strandgötu um helgina

Updated: Nov 25, 2023

Helgina 24.-26.nóvember fer Meistaramót BH og RSL 2023 fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambands Íslands og mun flest af besta badmintonfólki landsins taka þátt, samtals 97 keppendur frá 8 félögum.


Vegna mótsins falla æfingar niður á föstudag frá kl.16 og allan sunnudaginn. Hvetjum iðkendur til að koma og horfa á, það er mjög góð æfing. Einnig er hægt að bjóða sig fram að starfa sem teljarar á mótinu og/eða vinna í veitingasölu í fjáröflunarskini (sjá nánar neðar í þessari frétt).



Dagskrá


Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:


Föstudagur 24.nóvember

kl. 17:00-22:00 - Keppt í einliðaleik - hreinn útsláttur


Laugardagur 25.nóvember

kl.10:00-16:00 - Keppt í tvenndarleik - riðlar þar sem 2 lið komast áfram úr hverjum riðli í útsláttarkeppni


Sunnudagur 26.nóvember

kl.10:00-17:00 - Keppt í tvíliðaleik - riðlar þar sem 2 lið komast áfram úr hverjum riðli í útsláttarkeppni


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Athugið að allar tímasetingar eru birtar með fyrirvara. Ekki er ólíklegt að tímaáætlun raskist ef mikið verður um langa leiki og einnig gætu leikir byrjað fyrr ef mótið gengur hraðar fyrir sig. Biðjum keppendur að vera mætta í hús 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma. Einnig mikilvægt að láta vita strax ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll á netfangið bh@bhbadminton.is.


Teljarar


Iðkendur BH í U13 og eldri flokkum sem þekkja vel reglurnar og hafa keppt býðst að starfa sem teljarar á mótinu. Fimm vaktir eru í boði og fá teljarar einn bíómiða fyrir hverja vakt ásamt samloku og drykk. Áhugasamir geta skráð sig með því að senda póst á bh@bhbadminton.is. Athugið að það hafa stundum færri komist að en vilja í teljarastörfin og því hvetjum við þá sem vilja telja til að hafa samband sem fyrst.


Eftirfarandi teljaravaktir eru í boði: 1. Föstudag kl. 16:45-21:45

2. Laugardag kl. 9:45-13:15

3. Laugardag kl. 12:45-16:15

4. Sunnudag kl. 9:45-13:30

5. Sunnudag kl. 13:15-17:15


Veitingasala


BH-ingar sem hafa áhuga á að vera með veitingasölu á mótinu geta skráð sig hér. Hagnaður af sölunni skiptist niður á þau sem taka þátt með því að selja og útvega fríar eða ódýrar vörur til sölu. Tilvalið fyrir þau sem vilja safna í sinn badmintonsjóð (mótsgjöld, keppnisferðir o.þ.h.) að vera með.


Bein útsending


Boðið verður uppá beina útsendingu frá öllum völlum á mótinu á Youtube rás Badmintonfélags Hafnarfjarðar.





Comments


bottom of page