top of page
Search

Mót og landsliðsæfingar falla niður eða frestast

Í ljósi þess að mótahald er bannað á höfuðborgarsvæðinu hefur TBR í samráði við BSÍ ákveðið að aflýsa Haustmóti TBR og Vetrarmóti unglinga. Munu því þessi mót ekki fara fram á þessu keppnistímabili. Haustmót TBR átti að fara fram 30.október og Vetrarmót unglinga átti að fara fram helgina 31.október - 1.nóvember. Önnur mót eru enn á dagskrá og verður að koma í ljós á næstu vikum hvort hægt verður að halda þau eða ekki. Smellið hér til að sjá mótaskrá BSÍ sem uppfærð var í dag.


Einnig hefur verið ákveðið í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru í þjóðfélaginu að fresta æfingabúðum landsliða og mælingum á landsliðshópum sem áttu að fara helgina 23. - 25. október. Mun ný dagsetning fyrir mælingar verða auglýst síðar. Fjórtán BH-ingar voru valdir í landsliðshópa BSÍ á dögunum og má sjá lista yfir þá hér á badminton.is.


Unnið er að því að útbúa nýjar sóttvarnarreglur BSÍ í takt við nýja reglugerð frá heilbrigðisráðherra. Ekki verður hægt að hefja æfingar á ný fyrr en búið er að klára reglurnar og fá þær samþykktar af yfirvöldum. Við munum upplýsa iðkendur og foreldra með tölvupósti og hér á badmintonfelag.is um leið og við höfum frekari upplýsingar um hvenær æfingar geta hafist og hvaða reglur munu þá gilda.


Comments


bottom of page