top of page
Search

Mót í desember

Updated: Dec 2, 2023

Í desember eru fjögur badmintonmót á dagskrá sem við hvetjum keppnisglaða BH-inga til að kynna sér. Upplýsingar um mótin má finna hér fyrir neðan en neðst í fréttinni eru almennar upplýsingar um badmintonmót.


Unglingamót TBS - 2.desember 2023


Staðsetning: Íþróttahúsið á Siglufirði


Flokkar: U9-U15B - Hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur og styttra komna en athugið að allir þátttakendur þurfa að þekkja vel reglurnar og treysta sér að vera teljarar hjá öðrum. Þau sem hafa unnið til verðlauna á A mótum mega ekki taka þátt því þetta er B mót.


Keppnisfyrirkomulag:

U9 (2015 og yngri) > Einliðaleikur í riðlum á hálfum velli og spiluð ein lota.

U11 (2013 og yngri) > Einliðaleikur í riðlum á heilum velli og spilaðar tvær lotur upp í 21.

U13 (2011 og yngri) og U15 (2009 og yngri) > Einliða- og tvíliðaleikur.

Þátttökuverðlaun veitt í U9 og U11 en keppt til verðlauna í U13 og U15.


Mótsgjöld: 2.200 kr fyrir einliðaleik og 1.900 kr á mann í tvíliðaleik. Mótsgjaldið þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en mánudag eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Skráning: Fer fram á þessu eyðublaði og lýkur sunnudaginn 26.nóvember.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Ljúflingamót TBR - 9.desember 2023


Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog

Flokkar: U-9 ára fædd 2015 og síðar

U-11 ára fædd 2013 og 2014

Strákar og stelpur í sama flokki.

Keppnisfyrirkomulag: Keppni hefst klukkan 10:00, allir fá 3-5 leiki og verðlaun fyrir þátttökuna. Keppni og verðlaunaafhendingu verður lokið eigi síðar en klukkan 14:00. Spilaður verður einliðaleikur á stórum velli og með venjulegum leikreglum, 2 lotur í 21 stig. Ekki keppt í tvíliða og tvenndarleik á þessu móti.


Mótsgjöld: 200 kr (ekki innsláttarvilla)


Skráning: Skráning BH-inga fer fram í Sportabler og lýkur mánudaginn 4.desember.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Jólamót unglinga - 16.desember 2023


Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog Flokkar: U13-U19 - A og B getustig Keppnisfyrirkomulag: Keppt í einliðaleik í riðlum og hefst keppni klukkan 10:00. Skipt í A og B getustig og hentar því fyrir bæði byrjendur og lengra komin. Öll geta tekið þátt sem þekkja vel reglurnar og treysta sér að vera teljarar hjá öðrum keppendum.

Mótsgjöld: 2.500 kr sem greiðist við skráningu í Sportabler. Skráning: Skráning BH-inga fer fram í Sportaber og lýkur laugardaginn 9. desember.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Jólamót trimmara - 17.desember 2023


Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog


Flokkar: Trimmflokkur fullorðinna 18 ára og eldri


Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í tvíliðaleik. Leikmenn eru dregnir saman í hverri umferð. Stefnt er á að leika 5 umferðir. Keppni hefst kl.11:00


Mótsgjöld: 3.500 kr


Skráning: Skráning á staðnum. Mætum tímanlega.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.Almennt um badmintonmót


Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.


BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð eða með tölvupósti til bh@bhbadminton.is innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða við skráningu í Sportabler eða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Allir sem skrá sig á mót þurfa að kunna reglurnar nokkuð vel og treysta sér til að vera teljarar á leikjum hjá öðrum keppendum. Á lang flestum barn og unglingamótum þurfa þátttakendur að setjast upp í dómarastól að sínum leik loknum og telja stig í næsta leik á eftir.


B mót unglinga henta best fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og styttra komna, þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki keppa þar. A mót unglinga eru erfið fyrir þau sem ekki hafa keppt áður og er ekki mælt með því að byrja á slíku móti.


Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í 2.deild fullorðinna.


Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.


Aldursflokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2023-2024 U9 - fædd 2015 og síðar U11 - fædd 2014 og 2013 U13 - fædd 2012 og 2011 U15 - fædd 2010 og 2009 U17 - fædd 2008 og 2007 U19 - fædd 2006 og 2005Comments


bottom of page