top of page
Search

Landsbankamót ÍA á Akranesi um helgina

Um helgina fer Landsbankamót ÍA fram á Akranesi. Keppt verður í U11-U19 og taka 35 BH-ingar þátt. Í þessari frétt má finna helstu upplýsingar um mótið sem við biðjum alla keppendur, foreldra og forráðamenn að kynna sér vel.


Niðurröðun og tímasetningar


Niðurröðun og tímasetningar má finna hér á tournamentsoftware.com.


Best er að ýta á hnappinn "players" á tournamentsoftware.com og svo á nafn iðkanda til að sjá leiki viðkomandi. Athugið að þetta eru samt ekki allir leikir keppenda á mótinu því ef þau vinna fá þau fleiri leiki. Það er þó tryggt að allir fá amk tvo leiki því þau sem tapa fyrsta einliðaleik fara í aukaflokk og fá amk einn leik til viðbótar þar (U11 og fámennir eldri flokkar eru spilaðir í riðlum, ekki með aukaflokk). Athugið að tímasetningar eru alltaf birtar með fyrirvara, ef mikið verður um jafna og langa lengi gæti dagskrá raskast eitthvað. Ekki hika við að fá aðstoð frá þjálfurum á æfingum næstu daga við að lesa úr mótaskránni ef einhverjir eru í vanda með það.

Mælum með því að mæta á staðinn eigi síðar en 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma til að hafa tíma til að hita upp og átta sig aðeins á aðstæðum. Gott er að vera í svipuðum klæðnaði og á æfingum þ.e. stuttbuxum og bol en hafa með sér íþróttapeysu og bol til að fara í á milli leikja. Einnig ættu allir að vera með vatnsbrúsa og hollt og gott nesti til að grípa í sig í hléum.

Íþróttahúsið við Vesturgötu - Hnetu og fiskifrítt svæði


Íþróttahúsið sem keppt er í er við Vesturgötu á Akranesi. Sjá hér á google maps

Íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt svæði. Það er stranglega bannað að koma með varning sem inniheldur fisk og/eða hnetur inn í húsið, t.d. harðfisk, hnetusmjör, honey nut cheerios, orkustangir og kex sem innihalda hnetur og fleira. Áhorfendur - skipulag vegna sóttvarna


Einn áhorfandi má fylgja hverjum keppanda og gilda eftirfarandi reglur í húsinu vegna sóttvarna:


  • grímuskylda fyrir alla í stúku

  • áhorfendur ganga inn í íþróttahúsið frá Vesturgötu, inn í stóra anddyrið, þar verður starfsmaður sem skráir niður nafn, kennitölu og símanúmer og úthlutar viðkomandi númeruðu sæti

  • áhorfendur mega ekki skipta um sæti á mótinu

  • keppendur ganga inn í íþróttahúsið um aðalinngang, á móti sparkvelli

  • áhorfendur nota salerni í stóra anddyri, þar sem þeir koma inn

  • keppendur nota salerni í búningsklefum

  • hvorki verður boðið upp á veitingasölu né kaffi á mótinu

Þjálfarar


Þjálfarar BH á staðnum verða eftirfarandi:


Kjartan s. 897 4184 (laugardag og sunnudag) Anna Lilja s. 868 6361 (laugardag)

Akstur

Hvetjum vini og fjölskyldur til að sameinast í bíla. Ef einhverjir eiga laust pláss og geta boðið far má endilega láta okkur vita. Þau sem vantar far skulu endilega hafa samband sem fyrst og við reynum að aðstoða.

Mótsgjald


Mótsgjaldið er 2.000 kr fyrir einliðaleik í U13-U19, 1.500 kr fyrir einliðaleik í U11 og 1.800 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Mótsgjöld skal leggja inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt.501001-3090. Hafið samband ef þið þurfið greiðslufrest.

Forföll


Mjög mikilvægt er að láta vita í síma 8686361 eða á bhbadminton@hotmail.com sem fyrst ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll. Það hefur slæm áhrif á skipulag mótsins ef margir boða forföll seint eða ekki.

Gangi öllum vel og góða skemmtun.


Hressar BH stelpur á verðlaunapalli á Landsbankamóti ÍA 2020, Rakel, Lilja, Natalía og Sara.
Hressar BH stelpur á verðlaunapalli á Landsbankamóti ÍA 2020, Rakel, Lilja, Natalía og Sara.

Comentarios


bottom of page