top of page
Search

Halla og Kjartan fóru í Evrópuskólann

Evrópuskóli Badminton Europe fór fram í Lathi í Finnlandi 4.-11.júlí. BH átti tvo fulltrúa á staðnum.


BH-ingurinn Halla Stella Sveinbjörnsdóttir var valin til að taka þátt í Evrópuskólanum fyrir Íslands hönd ásamt Hrafnhildi Eddu frá TBS og Mána Berg frá ÍA. Evrópuskólinn eru æfingabúðir og mót fyrir U15 aldurshópinn. Stíf dagskrá var allan tíman hjá krökkunum, bæði erfitt og skemmtilegt.


Samhliða æfingabúðunum var haldið þjálfaranámskeiðið BWF 2 sem er næst hæsta þjálfunarstig sem boðið er uppá á vegum Badminton World Federation. Kjartan Ágúst Valsson íþróttastjóri BH tók þátt í námskeiðinu ásamt Helga Jóhannessyni landsliðsþjálfara Íslands og 20 öðrum þjálfurum. Bæði Kjartan og Helgi eru komnir með BWF 2 þjálfara gráðuna en námskeiðið var mjög krefjandi og náði aðeins helmingur þátttakenda lokaprófinu.


Nánari fréttir af ferðinni má finna hér á badminton.is.


Okkar fólk í Evrópuskólanum í Finnlandi, Kjartan Ágúst og Halla Stella.
Okkar fólk í Evrópuskólanum í Finnlandi, Kjartan Ágúst og Halla Stella.

bottom of page