top of page
Search

Góð ferð til Póllands

Updated: Jul 12, 2022

Lið Badmintontfélags Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópukeppni félagsliða í Bialystok í Póllandi í lok júní. Tvö lið kepptu á mótinu fyrir Íslands hönd, BH og TBR. Um var að ræða liðakeppni þar sem keppt var í riðlum og er spilaður einn leikur í hverri grein í viðureign tveggja liða.


Í liði BH voru þau Róbert Ingi Huldarsson, Gabríel Ingi Helgason, Davíð Phuong, Una Hrund Örvar, Sólrún Anna Ingvarsdóttir, Rakel Rut Kristjánsdóttir, Anna Lilja Sigurðardóttir og Kjartan Ágúst Valsson.


BH mætti pólsku meisturunum Suwalski KB Litpol – Malow í fyrsta leik. Feikna sterkt lið með leikmenn á topp 100 í heiminum, fyrrverandi Evrópumeistara unglinga og Ólympíufara innanborðs Leikurinn tapaðist 5-0 en okkar fólk stóð sig vel, börðust eins og ljón og fengu fullt af flottu spili.


Annar leikur BH var gegn mjög sterku liði frá Tékklandi, BK 1973. Leikurinn tapaðist 5-0 en spilamennskan engu að síður góð og vel barist Tékkneska liðið var með fjórðu röðun á mótinu og leikmenn þess eru flestir að "túra" alþjóðleg mót allt árið um kring. Tveir á topp 60 í heiminum og tveir á topp 150. Frábær reynsla að fá að mæta svona öflugu liði


Síðasti leikur BH var gegn litháenska liðinu Panevezys BC. Bæði lið höfðu tapað 5-0 fyrir pólska og tékkneska liðinu og því von á jafnri viðureign. Leikurinn væri bæði spennandi og skemmtilegur en tapaðist engu að síður 2-3. Úrslit réðust í oddlotu í síðasta leiknum og mátti ekki miklu muna að sigurinn færi til BH.


Nánari úrslit allra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com og einnig má finna beinar útsendingar sem Badminton Europe bauð uppá frá öllum leikjum á badmintoneurope.tv.


Pólsku framkvæmdaaðilarnir og Badminton Europe stóðu mjög vel að mótinu. Sköpuðu frábæra umgjörð fyrir leikmenn og voru með flott skipulag. Okkar fólk stóð sig vel og kom heim reynslunni ríkari.


Myndir frá mótinu má finna hér á Facebook.



bottom of page