top of page
Search

Formaðurinn að hefja þrítugasta starfsárið

Aðalfundur Badmintonfélags Hafnarfjarðar 2020 fór fram í Strandgötu í miðvikudagskvöldið 27.maí. Ágætis mæting var á fundinn og góð stemning á meðal fundarmanna. Mættir voru fulltrúar frá öllum virkum deildum þ.e. badminton, borðtennis og tennis.


Hörður Þorsteinsson var kosinn formaður og er nú að hefja þrítugasta starfsárið sitt sem slíkur. Aðrir með honum í aðalstjórn eru Kristján Kristjánsson, Irena Ásdís Óskarsdóttir, Erla Björg Hafsteinsdóttir, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson og Ingimar Ingimarsson.


Í stjórn badmintondeildar voru kosin með Herði þau Frímann Ari Ferdinandsson, Kristján Kristjánsson, Erla Björg Hafsteinsdóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir sem öll voru áður í stjórn en ný koma inn Auður Kristín Árnadóttir og Freyr Víkingur Einarsson sem fulltrúi ungra. Freyr tók sæti Sebastians Vignissonar sem fulltrúi ungra í stjórn en hann var að flytja Þýskalands. Auður Kristín kom inn fyrir Önnu Lilju Sigurðardóttur sem tók við framkvæmdastjórastöðu félagsins í byrjun árs.


Smellið á slóðina fyrir neðan til að skoða ársskýrslu og ársreikninga sem kynntir voru og samþykktir á aðalfundinum:


arsskyrsla-2020
.pdf
Download PDF • 2.49MB

Hörður var endurkjörinn formaður BH og er nú að hefja sitt þrítugasta starfsár sem slíkur

bottom of page