top of page
Search

Dagskráin í Þorlákshöfn

Laugardaginn 17.febrúar fer Unglingamót Þórs fram í Þorlákshöfn. Als taka 75 börn og unglingar þátt í mótinu, þar af 30 BH-ingar.

Þátttakendur í U11 hefja keppni klukkan 10:00 og er áætlað að þau klári sína leiki milli klukkan 12 og 12:30.

Fyrstu leikir í U13 verða klukkan 11:40 og U15-U19 klukkan 12:00. Áætluð mótslok hjá þessum aldurshópum er um klukkan 17.

Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com.

Mótsgjöld eru 1500 kr fyrir einilðaleik og 1200 kr fyrir tvíliðaleik. Leggja þarf mótsgjöldin inná reikning BH eigi síðar en á mánudegi eftir mót: 0545-26-5010 kt. 501001-3090.

Mælum með að keppendur mæti í hús 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma til að hita upp og gera sig tilbúin. Einnig er mælt með að taka með sér vatnsbrúsa, nesti og íþróttagalla til að fara í á milli leikja.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun krakkar.

bottom of page