top of page
Search

Dagskrá Vetrarmótsins um helgina

Um helgina fer Vetrarmót unglinga fram í TBR húsinu við Gnoðarvog. Þátttakendur eru 113 talsins, þar af 37 BH-ingar.


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja eru komnar hér inn á tournamentsoftware.com. Athugið að dagskrá er alltaf birt með fyrirvara um breytingar og eins gætu tímasetningar raskast ef mikið er um jafna leiki. Gott er að athuga kvöldið fyrir mót hvort dagskrá hafi nokkuð breyst t.d. vegna forfalla eða annarra nauðsynlegra breytinga.


Spilað er í riðlum í einliðaleik og kemst sigurvegari hvers riðils áfram í útsláttarkeppni. Hrein útsláttarkeppni er í tvíliða- og tvenndarleik.


Gott er að mæta í hús 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma til að átta sig á aðstæðum og hita upp. Mælum með að mæta í stuttbuxum og stuttermabol en vera í íþróttagalla yfir sem farið er í milli leikja til að kólna ekki niður. Þá ættu allir að vera í innanhússkóm og með vatnsbrúsa og nesti með sér.


Mótsgjaldið er 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.800 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Leggja þarf gjaldið inná reikning BH eigi síðar en á mánudaginn: 0545-26-5010, kt. 501001-3090, kr. 1.500,-.


Forföll skal boða til Kjartans í síma 8235332 eða Önnu Lilju í síma 8686361. Mjög mikilvægt er að láta vita strax um forföll ef einhver eru þar sem það hefur mjög slæm áhrif á skipulagningu mótsins og aðra keppendur ef einhverjir mæta ekki og láta ekki vita.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun.


BH-ingarnir Elín og Erik að keppa í TBR húsinu

bottom of page