top of page
Search

Íslandsmót unglinga

Um helgina fer Íslandsmót unglinga 2022 fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Badmintonsamband Íslands heldur mótið í samstarfi við TBR. Keppt verður í U11-U19 flokkum unglinga og taka 174 leikmenn þátt frá 9 félögum, þar af 46 BH-ingar. Hvetjum alla áhugasama til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni.


Dagskrá


Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:


Föstudagur

U15 kl 17:30 - 21:30


Laugardagur

U11 kl 09:00 - 14:00

U13 kl 10:00 - 15:30

U15 kl 11:30 - 16:00

U17 kl 14:00 - 17:00

U19 kl 14:00 - 17:30


Sunnudagur

Undanúrslit og úrslit eru spiluð þennan dag.


Hér á tournamentsoftware.com má finna niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja. Athugið að allar tímasetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar. Tímaáætlun getur raskast ef mikið er um langa leiki og einnig gætu leikir byrjað fyrr ef mótið gengur hraðar fyrir sig. Keppendur eru beðnir um að mæta í húsið 45 mín fyrir áætlaðan leiktíma. Mótsstjórn áskilur sér rétt til að lesa upp leiki 30 mín á undan áætlun ef hægt er.


Mjög mikilvægt er að láta vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll til Önnu Lilju í síma 8686361 eða Kjartans í síma 823 5332.


Nesti og búningar


Hvetjum alla til að taka með sér hollt og gott nesti og nauðsynlegt að vera með vatnsbrúsa.

Hvetjum einnig alla BH-inga til að spila í BH bolum um helgina og vera með peysu og buxur til að fara í yfir stuttbuxur og bol milli leikja. Þau sem vantar fatnað eða spaða hvetjum við til að kíkja á glæsilegt úrval á rsl.is. BH-ingar fá 20% afslátt með kóðanum "BH".


Mótsgjöld


Mótsgjaldið á Íslandsmót unglinga er 2.000 kr fyrir einliðaleik í U13-U19, 1.800 kr fyrir einliðaleik í U11 og 1.500 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Vinsamlega leggið mótsgjöldin inná reikning BH eigi síðar en á mánudag eða hafið samband á netfangið bhbadminton@hotmail.com til að semja um greiðslufrest eða óska eftir aðstoð. Reikningur BH: 0545-26-5010, kt.501001-3090.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun!



Frá Íslandsmóti unglinga 2019
Frá Íslandsmóti unglinga 2019

Comentários


bottom of page