top of page
Search

Íslandsmót unglinga um helgina

Íslandsmót unglinga verður haldið í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ helgina 25. – 27. september. 35 BH-ingar eru skráðir til þátttöku í mótinu. Vegna Covid19 faraldursins gilda mjög strangar reglur um sóttvarnir á mótinu og eru allir beðnir að kynna sér þær vel hér fyrir neðan.


Þjálfarar


BH verður alltaf með amk 2 þjálfara í húsinu til að aðstoða okkar keppendur. Garðar og Anna Lilja munu fylgja U11-U15 keppendum og Siggi og Gerda U17-U19 keppendum. Þau mega ekki fara inn á vellina og veita leiðbeiningar en tala við krakkana fyrir og eftir leiki í stúkunni og aðstoða þau með það sem þarf. Anna Lilja er með 8686361 og Siggi 6187703 ef foreldrar eða iðkendur þurfa að ná sambandi við þau í síma.


Nesti og undirbúningur


Mikilvægt er að allir taki með sér holt og gott. Ekki verður hægt að kaupa neinar veitingar á staðnum. Einnig þurfa allir að koma klæddir í keppnisbúningum því klefar eru lokaðir. Mælum að sjálfsögðu með að vera í BH merktum fötum. Hægt er að kaupa bæði boli og peysur hjá starfsmönnum í Strandgötunni. Þá þurfa allir einnig að vera með vatnsbrúsa með sér og muna að hita vel upp fyrir alla leiki.


Niðurröðun og tímasetningar


Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Föstudagur kl. 19:40-21:00 - Fyrstu umferðir í U13-U15


Laugardagur

kl.9:00-15:00 - Keppni í U11-U15 flokkunum

kl.16:30-21:30 - Keppni í U17-U19 flokkunum


Sunnudagur

kl.9:00-12:00 - Úrslitaleikir í U11-U15

kl.14:00-17:00 - Úrslitaleikir í U17-U19


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Athugið að allartímasetningar eru til viðmiðunar. Gott er að vera mætt í hús eigi síðar en 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma til að hita vel upp og spjalla við þjálfara.


Mótsgjöld

Mótsgjöld eru 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.500 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Greiða þarf mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudeginum eftir mótið nema um annað sé samið: 0545-26-5010, kt.501001-3090.

Reglur sem gilda á Íslandsmóti unglinga 2020


Almennt

  • Allir skulu gæta vel að persónulegum sóttvörnum og hjálpist að við að gera mótið sem öruggast. Með því geta allir notið mótsins betur og það verður eins skemmtilegt og hægt er miðað við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu.

  • Áhorfendur eru ekki leyfðir á mótinu.

  • Þjálfun (coaching) verður ekki leyfileg.

  • Mótinu er skipt upp í tvo holl, þ.e U11, U13 og U15 spila saman og síðan U17 og U19 sem spila saman.

  • Mikilvægt er að leikmenn virði tímasetningar og mæti ekki í hús fyrr en 45 mín fyrir áætlaðan leiktíma. Mótsstjórn mun með þessu reyna að koma í veg fyrir að hóparnir hittist í húsinu

  • Ekki er opið fyrir búningsklefa svo leikmenn verða að koma í keppnisbúningum.

  • Grímuskylda er fyrir alla sem fæddir eru árið 2004 eða eldri, bæði starfsfólk, keppendur og liðstjóra (allir þurfa að koma með eigin grímu). Keppendur geta tekið af sér grímuna við upphitun og í keppni.

  • Sérmerkt svæði verður fyrir upphitun

  • Hreinlæti og snyrtimennska er mjög mikilvægt. Ruslafötur og sprittbrúsar verða víða í salnum og biðjum við alla, bæði iðkendur og liðsstjóra að henda öllu rusli í ruslafötur, taka öll föt og annað dót með sér og skilja áhorfendapallana eftir eins hreina og þegar leikmenn mættu á svæðið.

Íþróttahúsið :


  • Allir ganga inn um aðalinngang og skilja skól eftir í skóhillu. Að því loknu er gengið strax til hægri sem verður merkt badmintonmót, niður tröppur og inn í íþróttasalinn. Vinsamlegast ekki stoppa neitt á leiðinni. Við komuna inn í salinn verða allir að spritta sig mjög vel og einnig þegar þeir yfirgefa salinn.

  • Þegar komið er inn í salinn eru áhorfendapallarnir á hægri hönd og verður sérmerkt svæði fyrir hvert félag. Vinsamlegast farið beint á ykkar svæði. Þar eiga liðstjórar einnig að vera allan tímann, nema ef eitthvað óvænt kemur upp á leikvelli s.s meiðsli eða ef aðstoða þarf U11 leikmann.

  • Tvö salerni eru innarlega í salnum til vinstri og eru ætluð keppendum og liðsstjórum. Fyrir framan þau er sprittbrúsi og einnig inni á hvoru salerni. Biðjum við alla um að ganga vel um.

Í keppni :


  • Leikmenn skulu þvo eða spritta hendur áður en gengið er inn á keppnisvöllinn

  • Þegar keppendur eru kallaðir inn á ákveðinn völl fara þeir beint þangað, með allt það dót sem þeir þurfa og eftir að leik lýkur fara keppendur aftur upp í stúku, í sitt hólf.

  • Leikmenn eiga alls ekki að snertast né snerta teljara, sé hann til staðar.

  • Í leikjum U11-U15 gildir sú regla að sá leikmaður sem tapar leiknum telur næsta leik.

  • Í leikjum hjá U17 og U19 er stefnt að því að teljarar verði á öllum leikjum.


Við skulum vera þakklát fyrir að fá að keppa á þessum skrýtnu tímum. Góða skemmtun og gangi ykkur vel. Áfram BH!


Verðlaunahafar BH á Íslandsmóti unglinga 2019

bottom of page