top of page
Search

Íslandsmeistarar í B-deild

Deildakeppni BSÍ, Íslandsmót fullorðinsliða í badminton, fór fram í TBR húsunum um helgina. BH átti fimm lið á mótinu, flest allra félaga. Eitt lið í meistaradeild, tvö í A deild og tvö í B deild.


Lið BH, ÍA og Hamars sem tók þátt í B-deild sigraði mótið og eru því Íslandsmeistarar liða í B-deild. Í liðinu voru þau Emil, Freyr, Fúsi, Lilja, Sara og Stefán frá BH, Máni Berg frá ÍA og Margrét frá Hamri.

Íslandsmeistararnir í B-deild. Frá vinstri: Margrét, Freyr, Sara, Stefán, Emil, Lilja, Fúsi, Máni.
Íslandsmeistararnir í B-deild. Frá vinstri: Margrét, Freyr, Sara, Stefán, Emil, Lilja, Fúsi, Máni.

Í A deildinni varð lið BH/ÍA í 2.sæti en í liðinu voru Askur Máni, Guðmundur Adam, Halla Stella, Jón Sverrir, Kristian Óskar, Natalía Ósk og Steinþór Emil frá BH og María Rún frá ÍA.

Silfurverðlaunahafarnir í A deild. Frá vinstri: Kristian Óskar, Halla Stella, Guðmundur Adam, María Rún, Askur Máni, Natalía Ósk og Steinþór.
Silfurverðlaunahafarnir í A deild. Frá vinstri: Kristian Óskar, Halla Stella, Guðmundur Adam, María Rún, Askur Máni, Natalía Ósk og Steinþór Emil.

Í meistaradeild varð lið BH í öðru sæti eftir harða baráttu við lið TBR. Í liði BH voru Davíð Phuong, Erla Björg, Gabríel Ingi, Gerda, Margrét, Rakel Rut, Róbert Ingi, Sigurður, Sólrún Anna og Una Hrund.

Meistaradeildarlið BH. Frá vinstri: Margrét, Davíð, Róbert, Gabríel, Sólrún, Gerda, Sigurður, Una, Rakel, Erla.
Meistaradeildarlið BH. Frá vinstri: Margrét, Davíð, Róbert, Gabríel, Sólrún, Gerda, Sigurður, Una, Rakel, Erla.

Úrslit allra leikja í Deildakeppni BSÍ 2021 má finna hér á tournamentsoftware.com.

bottom of page