top of page
Search

Æfingar hefjast 4.maí

Updated: May 4, 2020

Það gleður okkur að tilkynna að badmintonæfingar hefjast aftur í Strandgötunni mánudaginn 4.maí. Eins og flestir hafa eflaust séð þá má vera með hefðbundnar æfingar fyrir börn á grunnskólaaldri en hjá þeim sem eldri eru gildir enn 2 metra reglan og aðeins 4 mega vera í salnum okkar í einu.

Vegna þessa verður skipulagið hjá okkur næstu 4 vikurnar eða til 29.maí eftirfarandi:


  • U9-U15 verði með svipaða æfingatöflu og fyrir samkomubann (sjá nánar fyrir neðan)

  • U17 og eldri verði áfram með æfingar 3x í viku á Zoom og útihlaup 2-3 á móti eins og verið hefur

  • Árgangur 2004 í keppnishópum sem fellur þarna á milli má ráða hvort þau mæta með keppnishóp 1 eða haldi áfram sama prógrami og 2003 og eldri.

  • 2003 og eldri (þar með talið fullorðnir sem hafa verið að leigja velli eða verið í fullorðinstímum, fimmtudagsspili eða annað) geta skráð sig á lista yfir þá sem vilja fá úthlutuðum æfingatíma í Strandgötu án þjálfara. Við munum raða niður þeim sem óska eftir tíma, 4 í einu og bara hægt að spila einliðaleik eða gera æfingar 2 og 2 saman. Ef allir vilja komast inn að spila getur fólk fengið 1-2 klst á viku en ef færri þá verða þetta mögulega fleiri tímar. Vinsamlega skráið ykkur hér eigi síðar en klukkan 16:00 föstudaginn 1.maí ef þið viljið fá úthlutuðum tíma í Strandgötunni í maí: https://forms.gle/nJKLYgwQPAx7Wnax8 Við munum svo senda út dagskrá sunnudaginn 3.maí með upplýsingum um þá tíma sem fólk hefur fengið úthlutað.

Æfingataflan í Strandgötu í maí verður eftirfarandi: Mánudagar kl.16-17 - U15-U19 (fædd 2006-2001) kl.17-18 - Keppnishópur 1 kl.18-23 - Spil fyrir eldri - 4 í einu Þriðjudagar kl.16-17 - U11-U13 (fædd 2010-2007) kl.17-18 - Keppnishópur 1 kl.18-23 - Spil fyrir eldri - 4 í einu Miðvikudagar kl.15-16 - U9 fyrri hópur (fædd 2011 og síðar) kl.16-17 - U15-U19 (fædd 2006-2001) kl.17-18 - U9 seinni hópur (fædd 2011 og síðar) kl.18-19 - Keppnishópur 1 kl.19-23 - Spil fyrir eldri - 4 í einu Fimmtudagar kl. 16-17 - U11-U13 (fædd 2010-2007) kl. 17-18 - Keppnishópur 1 kl. 18-23 - Spil fyrir eldri - 4 í einu Föstudagar kl.16-20 - Spil fyrir eldri - 4 í einu Laugardagar kl.10-15 - Spil fyrir eldri - 4 í einu (ef aðsókn verður næg) Sunnudagar kl.10-11 - U9 - foreldrar ekki með vegna samkomubanns (fædd 2011 og síðar) kl.11-12 - U11-U13 (fædd 2010-2007) kl.12-13 - U15-U19 (fædd 2006-2001) kl.13-15 - Spil fyrir eldri - 4 í einu (ef aðsókn verður næg) Í venjulegu árferði hefðum við farið í stutt sumarfrí í kringum 20.maí og byrjað svo aftur með æfingar fyrir keppnishópa og sumarnámskeið um miðjan eða lok júní. Nú verðum við hinsvegar með æfingar út maí og stefnum að því að byrja með sumaræfingar fljótlega eftir skólaslit grunnskólanna í byrjun júní. Dagskráin í sumar er í vinnslu og verður kynnt í lok maí. Til að bæta upp fyrir þessar sex vikur sem féllu niður nú í vor munum við bjóða uppá tíma í sumar í staðinn.  Vekjum athygli á því að Íslandsmótin sem frestað var í vor hafa verið sett á dagskrá í september og svo mun keppnistímabilið 2020/2021 hefjast í október. Hvetjum keppnisglaða til að skoða mótaskrána á badminton.is vel og setja sín uppáhalds mót í dagatalið svo þau rekist ekki á aðra mikilvæga viðburði. Við þökkum ykkur kærlega fyrir þolinmæðina á þessum skrýtnu tímum og vonum að þið hafið það öll sem best. Hlökkum til að sjá ykkur í Strandgötunni.



bottom of page