top of page
Search

Æfingar fullorðinna hefjast á ný - uppfærðar sóttvarnarreglur

Miðvikudaginn 13.janúar má hefja æfingar fullorðinna á ný eftir hlé vegna samkomutakmarkanna. Æfingatafla félagsins er nú hefðbundin fyrir utan að það eru ekki opnir tímar né tímar með þátttöku foreldra. Reiknum við með að svo verði til amk 17.febrúar. Smellið hér til að skoða æfingatöflu.


Mjög mikilvægt er að allir virði eftirfarandi sóttvarnarreglum sem gilda í húsinu svo að allt gangi vel:

  • Þvo og spritta hendur fyrir og eftir æfingar/spil.

  • Virða 2 metra regluna utan badmintonvalla.

  • Iðkendur fæddir 2004 og eldri nota grímur í anddyri, á göngum og í klefum þar sem þar er ekki hægt að tryggja 2 metra.

  • Öll snerting á milli leikmanna (eins og high five) er bönnuð.

  • Ef kúlan fer inn á völlinn við hliðina á þá má ekki sækja boltann inn á völlinn heldur þurfa leikmennirnir sem þar eru að ýta honum til baka með spaðanum.

  • Vegna fjöldatakmarkanna má ekki mæta nema 5-10 mín fyrir sinn tíma og bíða inni í klefa þar til þjálfari/starfsmaður kallar þinn hóp inn í salinn. Sturtuklefar eru lokaðir.

  • Yfirgefa þarf svæðið um leið og maður er búinn með sinn tíma.

  • Engir áhorfendur eru leyfðir í húsinu. Foreldrar sem keyra sín börn þurfa að bíða úti í bíl.

  • Badmintoniðkendur ganga inn um dyr sem snýr að sjónum en iðkendur í borðtennis og dansi um dyr sem snúa út að kirkjunni

  • Þjálfarar verða með grímur á öllum æfingum.

  • Mikilvægt að allir sem finna fyrir covid líkum einkennum eða hafi verið í návígi við einhverja sem hugsanlega eru smitaðir haldi sig heima.

  • Allir þurfa að taka með sér brúsa með vatni á æfingar - ekki mælt með að drekka úr krönunum vegna smithættu.

  • Þreksalur í kjallara er lokaður nema fyrir bókaða hóptíma.

  • Strengingarhornið er opið fyrir þau sem eru með réttindi til að nota það en þar má aðeins vera einn inni í einu og spritta þarf alla snertifleti fyrir og eftir notkun.

Sjá nánar um sóttvarnarreglur sem gilda fyrir badmintonfólk hér á badminton.is.


Ef einhverjir þurfa að græja sig upp þá minnum við á að hægt er að kaupa kúlur, sokka, grip og BH félagsbúninga hjá okkur í Strandgötunni. Starfsmenn á vakt geta aðstoðað áhugasama með það. Einnig hægt að versla gott úrval af badmintonvörum á rsl.is og 20% afsláttur með kóðanum BH.


bottom of page