top of page
Search

Vetrinum að ljúka

Updated: May 16, 2023

Þá fer badmintonvetrinum senn að ljúka en síðasti æfingadagur vetrarins er fimmtudagurinn 25.maí. Fram að því verður ýmislegt skemmtilegt á dagskrá til að kveðja góðan vetur og fagna sumrinu:

  • 17.maí - Síðasta tvíliðaleiksspil vetrarins hjá Fimmtudagsspilurum kl.17-20 og ís á eftir.

  • 18.maí - Uppstigningardagur - engar æfingar

  • 19.maí - Sleepover í Strandgötu fyrir U13-U19 frá kl.18 á föstudag til kl.10 á laugardag.

  • 22.maí - Tvíliðaleiksmót fyrir fullorðinshópana kl.20:00-23:00

  • 24.maí - BH "paintball" og ís á eftir fyrir U9-U13 kl.15-17. Síðasta fullorðinstvíliðaleiksspil vetrarins kl.19-21 (miðvikudagshópur).

  • 25.maí - Síðast tvíliðaleiksspil vetrarins hjá U15-U19 og keppnishóp 1 kl.17-19 og ís á eftir.

Mikilvægt er að iðkendur merki við sig í allt ofangreint í Sportabler svo hægt sé að undirbúa vel. Allir þessir viðburðir eru fríir nema sleepover 19.-20.maí sem kostar 4.200 kr á mann.


Í sumar verður boðið uppá sumarnámskeið fyrir börn og unglinga. Skráning í þau opnar föstudaginn 19.maí. Sjá nánar hér.


Vetrarstarfið hefst á ný í lok ágúst og má reikna með að æfingatöflur verði klárar um miðjan ágúst. Keppnishópar og þau sem stefna á þátttöku í mótum erlendis í haust hefja æfingar eitthvað fyrr og verða boðuð sérstaklega í það.


Takk fyrir skemmtilegan og viðburðaríkan vetur kæru félagar. Njótið sumarsins!


Commentaires


bottom of page