Badmintonfélag Hafnarfjarðar mun bjóða uppá sumarnámskeið fyrir áhugasöm börn og unglinga í sumar líkt og undanfarin ár. Boðið verður uppá badminton- og borðtennisnámskeið fyrir byrjendur og styttra komin 6-14 ára og badmintonnámskeið fyrir vana keppniskrakka 11-16 ára. Skráning á sumarnámskeiðin hefst 19.maí.
Eftirtaldar vikur verða í boði þetta sumarið:
12.-16.júní
3.-7.júlí
10.-14.júlí
8.-11.ágúst
14.-18.ágúst
Badmintonnámskeið fyrir byrjendur verður fyrir hádegi kl.9-12 og fyrir vana keppniskrakka eftir hádegi kl.13-16. Borðtennisnámskeið fyrir byrjendur verður eftir hádegi kl.13-16. Boðið verður uppá léttan hádegisverð fyrir þau sem velja að vera allan daginn þ.e. í badminton fyrir hádegi og borðtennis eftir hádegi. Ef veður leyfir verður farið eitthvað út alla námskeiðsdagana til að brjóta upp daginn og einnig farið í ýmsa almenna leiki.
Nánari upplýsingar um námskeiðin koma hér á vefinn áður en skráning hefst þann 19.maí.
Commentaires