top of page
Search

Vetrarstarfið hefst 31.ágúst

Vetrarstarfið hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar hefst mánudaginn 31.ágúst. Boðið verður uppá æfingar fyrir alla aldurshópa og getustig í Íþróttahúsinu við Strandgötu.


Upplýsingar um æfingatíma í badminton má finna hér

Upplýsingar um æfingagjöld í badminton má fnna hér


Skráning og greiðsla æfingagjalda fer fram á vefnum: https://bh.felog.is/ Foreldrar þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til að fá upp möguleikann á að nýta frístundastyrk fyrir börn sín frá sveitarfélaginu.


Hvetjum þau sem hafa kost á því að nýta Frístundaaksturinn á vegum Hafnarfjarðarbæjar fyrir 1.-4.bekk. Boðið er uppá akstur á æfingar sem hefjast klukkan 15 og 16 frá öllum frístundaheimilum grunnskólanna í Hafnarfirði og stoppar bíllinn beint fyrir utan Íþróttahúsið við Strandgötu. Sjá nánar hér á vef Hafnarfjarðarbæjar.


Iðkendur í keppnishópum fá upplýsingar um sína hópa og æfingatíma senda í tölvupósti á allra næstu dögum.


Í ljósi aðstæðna biðjum við alla iðkendur og foreldra að huga vel að sóttvörnum. Iðkendur fæddir 2004 og eldri hafa ekki aðgang að búningsklefum í bili. Þá þurfa allir að virða 2 metra regluna utan badmintonvallanna og þvo sér vel um hendur fyrir og eftir æfingar. Einnig þurfa allir að kynna sér vel sóttvarnarreglur Badmintonsambands Íslands hér á badminton.is.



bottom of page