top of page
Search

Tvö spennandi mót framundan

Framundan eru tvö mót sem við hvetjum þau sem eru spennt að prófa að keppa til að taka þátt í. Annað er fyrir börn og unglinga en hitt er fyrir fullorðna. Hentar sérstaklega vel fyrir þau sem lítið sem ekkert hafa keppt áður en langar að prófa.


SET mótið, B mót unglinga í KR - 16.-17.október 2021

Staðsetning: KR heimilið við Frostaskjól

Flokkar: U9-U19 B - Hentar vel fyrir byrjendur og styttra komna því þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki taka þátt. Hvetjum alla sem kunna reglurnar til að prófa.

Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í riðlum í einliðaleik og fá allir amk 2 leiki. Það fer eftir þátttöku hvernig tímasetningar verða en þó ljóst að hver flokkur þarf bara að mæta annan daginn, ekki bæði laugardag og sunnudag.

Mótsgjöld: 1.500 kr á mann.

Skráningu lýkur: Sunnudaginn 10.október

Skráning: Skráning fer fram í Sportabler. Einnig hægt að senda póst á bhbadminton@hotmail.com.


Haustmót trimmara - 17.október 2021

Staðsetning: TBR húsið við Gnoðarvog

Flokkar: Opið fyrir leikmenn 18 ára og eldri sem ekki eru í Úrvals- eða 1.deild og aldrei hafa verið skráðir í Úrvalsdeild/meistaraflokk.

Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í tvíliðaleik og hefst keppni kl.11:00. Leikmenn eru dregnir saman í hverri umferð.

Mótsgjöld: 3.000 kr á mann.

Skráning: Skráning fer fram í staðnum. Gott að mæta eigi síðar en 10:30.


Almennt um badmintonmót


Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.


BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð eða með tölvupósti til bhbadminton@hotmail.com innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


B mót unglinga henta best fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni, þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki keppa þar. A mót unglinga eru erfið fyrir þau sem ekki hafa keppt áður og er ekki mælt með því að byrja á slíku móti.


Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í 2.deild fullorðinna.


Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.


Flokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2021-2022 U9 - fædd 2013 og síðar U11 - fædd 2011 og 2012 U13 - fædd 2009 og 2010 U15 - fædd 2007 og 2008 U17 - fædd 2005 og 2006 U19 - fædd 2003 og 2004



bottom of page