top of page
Search

Tvö barna og unglingamót framundan

Updated: Apr 10, 2022

Framundan eru tvö síðustu barna- og unglingamót þessa keppnistímabils en þau fara bæði fram hjá okkur í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Hvetjum alla iðkendur sem hafa áhuga á að keppa til að taka þátt. Hentar fyrir öll getustig, bæði byrjendur og lengra komna. U11 krakkar sem ekki hafa keppt áður ættu að velja Snillingamótið frekar en Bikarmótið en velkomið að taka þátt í báðum.


Bikarmót BH - 22.-24.apríl 2022


Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði


Flokkar: U11-U19 - Geturaðað í riðla samkvæmt styrkleikalista BSÍ og ráðleggingum frá þjálfurum. Því fá allir andstæðinga við hæfi, bæði byrjendur og lengra komnir.


Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í einliðaleik í geturöðuðum riðlum og fær sigurvegari hvers riðils bikar í verðlaun. Leitast verður við að hafa 4-5 í hverjum riðli en það getur þó verið breytilegt eftir fjölda skráðra þátttakenda. Mótsstjórn áskilur sér rétt til að sameina aldursflokka ef þess gerist þörf. Það kemur í ljós fljótlega eftir að skráning liggur fyrir hvaða flokkur spilar hvaða dag og á hvaða tíma. Öruggt er að hver flokkur spilar aðeins einn dag eða hluta úr degi og því er ekki öll helgin undir.


Mótsgjöld: 2.000 kr á mann sem greiðist í Sportabler við skráningu


Skráning: Skráning BH-inga fer fram í Sportabler og lýkur mánudaginn mánudaginn 11.apríl. Einnig hægt að senda skráningu í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com.



Snillingamót BH - 7.maí 2022


Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði


Flokkar: U9-U11 - Hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur en öll getustig velkomin


Keppnisfyrirkomulag: Mótið er með svolítið öðru sniði en þekkist í eldri flokkum því spilað verður á minni völlum til að fá meira spil og vonandi betri upplifun fyrir krakkana. U11 spila á hefðbundnum hálfum velli. U9 spila á hálfum velli og notast við næst öftustu endalínu ásamt því að netið verður lækkað ca. 30 cm. Hver leikur er ein lota í 21 stig og fær hver leikmaður a.m.k. 4 leiki. Geturaðað er í hverja umferð þannig að allir fái andstæðinga við hæfi.


Dagskrá mótsins

U9 (fædd 2013 og síðar) Spila kl.10:00-12:00 – mæting kl.9:45

U11 (fædd 2012 og 2011) Spila kl.13:00-15:00 – mæting kl.12:45


Mótsgjöld: 1.000 kr á mann sem greiðist í Sportabler við skráningu


Skráning: Skráning BH-inga fer fram í Sportabler og lýkur þriðjudaginn 3.maí. Einnig hægt að senda skráningu í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com.


Keppendur í U11 flokknum á Snillingamóti BH 2021
Keppendur í U11 flokknum á Snillingamóti BH 2021



bottom of page