top of page
Search

Sóttvarnir

Eins og allir vita er fólk hvatt til að takmarka snertingar sín á milli og gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti, þessa dagana vegna kórónaveirunnar.


Við biðjum okkar iðkendur að sleppa því að takast í hendur fyrir eða eftir leik og ekki gefa fimmu eða faðmast. Í staðinn fyrir að heilsast fyrir leik eða þakka fyrir leikinn með handabandi er hægt að veifa, setja sínar eigin hendur saman og kinka kolli eða leggja spaðahausinn að öxl meðspilara / mótherja. Auk þess er hægt að heilsa með fótum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.


Einnig biðjum við þau sem hafa verið ferðalagi á skilgreindum hættusvæðum að virða ráðleggingar yfirvalda um sóttkví. Sjá nánar hér á vef landlæknis.



bottom of page