Það er vor í lofti og styttist í sumarfrí hjá okkur í BH. Síðustu vikurnar fram að sumarfríi ætlum við að gera margt skemmtilegt saman. Allir viðburðir verða settir inní Sportabler og þurfa iðkendur að skrá sig þar.
Hér er yfirlit yfir það helsta sem verður á dagskrá:
3. maí - Sleepover í Strandgötu fyrir U13-U19
5. maí - Síðasta sunnudagsopnun vetrarins - Foreldrar hvattir til að mæta með á æfingar
9. maí - Uppstigningardagur - Aukaæfing fyrir U13-U19 vegna Bikarmóts, frí hjá öðrum
10.-12.maí - Bikarmót BH fyrir U13-U19
11. maí - Snillingamót BH fyrir U9
12. maí - Snillingamót BH fyrir U11 - Engar æfingar þennan dag vegna mótsins
19.-20. maí - Hvítasunna - Frí hjá öllum
21. maí - Lazertag fyrir U13-U15, U15-U19 og keppnishóp1
22. maí - Lazertag fyrir U9, U11 og keppnishóp 2-3 - Síðasta tvíliðaleiksspil fullorðinna
23. maí - Síðasta tvíliðaleiksspil unglingahópa og síðasta Fimmtudagsspilið
24. maí - Allir hópar komnir í sumarfrí
29. maí - Sumargrill fyrir Fimmtudagsspilara og Fullorðinshóp kl.19-21
Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga verða eftirfarandi vikur í sumar:
10.-14.júní
18.-21.júní
24.-28.júní
1.-5.júlí
12.-16.ágúst
Skráning hefst um miðjan maí.
Í sumar verður boðið uppá æfingar fyrir keppnishópa 10.júní-5.júlí og 6.-29.ágúst. Sömu vikur verður hægt að leigja tíma á þriðjudögum kl.16:30-17:30 og 17:30-18:30. Húsið verður lokað og engin starfsemi 8.júlí til 5.ágúst.
Vetrarstarfið hefst á ný 2. september, forskráning þeirra sem voru í vetur hefst í lok maí en opnar fyrir aðra um miðjan ágúst.
Comentários