top of page
Search

Stórmót í Strandgötu um helgina

Um næstu helgi verður stórviðburður í Strandgötunni, Meistaramót Íslands í badminton. Á mótinu er keppt um Íslandsmeistaratitla í fullorðinsflokkum og mun allt besta badmintonfólk landsins taka þátt. 

Til leiks eru skráðir 130 keppendur frá níu félögum víðsvegar af landinu. Flestir keppendur koma úr TBR eða 63 en næst fjölmennastir eru við BH-ingar sem erum 39 talsins. Aðrir keppendur koma frá Aftureldingu, Hamri, ÍA, KA, KR, Samherja og UMFB.


Við hvetjum alla til að koma í Strandgötuna og fylgjast með spennandi keppni. Það verður kaffi á könnunni alla helgina og á sunnudag eftir hádegi verður boðið uppá köku. Frítt inn og allir velkomnir.

Föstudagur kl. 16 - 21 Fyrstu umferðir mótsins


Laugardagur

kl. 09:00 - 14:00 Sextán og átta liða úrslit

kl. 14:30 - 18:30 Undanúrslit


Sunnudagur

kl. 08:30 - 11:00 Úrslitaleikir í A- , B- , Æðsta- og Heiðursflokki

kl. 12:45 - 17:00 Úrslitaleikir í Meistaraflokki


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com.

Sjáumst hress í Strandgötunni.


Athugið að vegna mótsins falla allar æfingar niður í Íþróttahúsinu við Strandgötu helgina 5.-7.apríl.


Strandgatan verður í badmintonsparifötum helgina 5.-7.apríl

bottom of page