top of page
Search

Skráningu í Íslandsmót unglinga lýkur á sunnudag

Íslandsmót unglinga, stórviðburður ársins hjá yngri kynslóðinni, fer fram í TBR húsunum 5.-7.apríl. Skráning BH-inga er í fullum gangi á þessu eyðublaði og lýkur sunnudaginn 24.mars. Á mótinu er keppt í bæði A og B getustigi í U11, U13, U15, U17 og U19 flokkunum. Hvetjum því öll sem hafa áhuga og einhverja reynslu af keppni til að taka þátt.


Helstu upplýsingar um mótið:


Staðsetning: Í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1 , Reykjavík


Dagsetning: 5. - 7. apríl 2024. Fer það eftir skráningu í mótið hvort keppni hefjist á föstudeginum eða laugardeginum.


Flokkar og keppnisfyrirkomulag: U11-U19 - Keppt í A og B getustigi í einliðaleik í riðlum en bara A í tvíliða- og tvenndarleik þar sem er hreinn útsláttur. A flokkurinn er fyrir keppnisvana leikmenn. B flokkurinn er opinn öllum sem ekki hafa unnið til verðlauna í A. Mótið hentar því bæði fyrir lengra og styttra komna en við mælum ekki með því fyrir þau sem hafa aldrei keppt áður og athugið að allir þátttakendur þurfa að þekkja reglurnar og geta verið teljarar hjá öðrum.


Keppt til úrslita í öllum flokkum og greinum nema U11B. Í U11B fá öll fá jafn marga leiki sem spilaðir verða á tíma en lengdin er háð fjölda þátttakenda. Spilað verður í einliða og tvíliðaleik í U11B og fá öll þáttökuverðlaun. Stefnt er að því að U11B spili á laugardeginum 6.apríl kl.15-19. Ekki er hægt að spila í einni grein í U11B og annarri í U11A.


Mótsgjöld:


U11:

2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.500 kr á mann í hverja grein fyrir tvíliða- og tvenndarleik.


U13-U19:

3.000 kr fyrir einliðaleik og 2.500 kr á mann í hverja grein fyrir tvíliða- og tvenndarleik.


Mótsgjaldið þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Skráning: Fer fram á þessu eyðublaði og lýkur sunnudaginn 24.mars.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Hluti af U11 krökkunum sem spiluðu á Íslandsmóti unglinga 2023 fyrir BH.
Hluti af U11 krökkunum sem spiluðu á Íslandsmóti unglinga 2023 fyrir BH.

bottom of page