top of page
Search

Skráningu að ljúka í Íslandsmót unglinga

Updated: Sep 11, 2020

Íslandsmót unglinga verður haldið í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ helgina 25. – 27. september. BH-ingar sem vilja taka þátt í mótinu þurfa að skrá sig með því að senda póst á bhbadminton@hotmail.com eigi síðar en mánudaginn 14.september. Ekki er mælt með þessu móti fyrir byrjendur og þá sem ekki hafa keppt áður, það koma mót síðar í vetur sem henta betur fyrir þau.


Badmintonsamband Íslands og Badmintondeild Aftureldingar sjá í sameiningu um framkvæmd og skipulagningu mótsins. Fer það eftir skráningu í mótið hvort keppni hefjist á föstudeginum eða laugardeginum. Nánari tímasetningar verða tilkynntar þegar allar skráningar hafa borist.


Keppt verður í öllum flokkum unglinga; U11 (2009 og yngri), U13 (2008-2007), U15 (2006-2005), U17 (2004-2003) og U19 (2002-2001). Athugið að þetta Íslandsmót unglinga átti að fara fram í mars en var frestað vegna samkomubanns. Flokkaskiptingar fylgja því síðasta keppnistímabili (nýtt keppnistímabil með nýjum flokkum hefst í október).


Í öllum flokkum verður leikið í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik. Í einliðaleik í U13-U19 verður keppt í bæði A og B getustigi þ.e. þau sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega skrá sig í B en aðrir fara í A. Í U11 flokknum verður bara einn flokkur í einliðaleik, ekki A og B getustig. Í öllum flokkum í einliðaleik verður keppt í riðlum. Verður leitast eftir því að spila í 3ja manna riðlum þar sem einn kemst áfram og er svo hreinn útsláttur þar á eftir. Í tvíliða- og tvenndarleik U11-U19 verður aðeins A flokkur og er fyrirkomulagið þar hreinn útsláttur.


Mótsgjöld eru 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.500 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Greiða þarf mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudeginum eftir mótið nema um annað sé samið: 0545-26-5010, kt.501001-3090.


Vonum að sem flestir geti verið með.


Verðlaunahafar BH á Íslandsmóti unglinga 2019

bottom of page