top of page
Search

Skráning er hafin í vetrarstarfið

Vetrarstarfið hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar hefst mánudaginn 30.ágúst. Boðið er uppá æfingar fyrir bæði byrjendur og lengra komna á öllum aldri. Æfingatöflu fyrir badminton má finna hér og borðtennis hér.


Skráning er hafin í alla hópa og fer hún fram í skráningarkerfinu Sportabler. Til að skrá iðkanda er ýtt á hnappinn "kaupa" við það námskeið sem við á. Þau sem ekki hafa notað Sportabler áður þurfa að byrja á að stofna aðgang og eftir það farið þið í gegnum nokkur einföld skráningar og greiðsluskref. Ef valið er að greiða gjöldin með frístundastyrk þá biður kerfið um auðkenningu með rafrænum skilríkjum. Þetta á að skýra sig nokkuð sjálft en þau sem lenda í vandræðum geta fengið aðstoð hjá Önnu Lilju framkvæmdastjóra BH í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com eða síma 8686361.


Mælum með að allir iðkendur, foreldrar og forráðamenn fái sér Sportabler appið. Þar er hægt að sjá alla æfingatíma, merkja við sig og senda skilaboð um forföll.


Hlökkum til að sjá sem flesta á æfingum í næstu viku.




bottom of page