Íslandsmót unglinga 2025 fer fram í TBR húsunum 4.-6.apríl. Mótið er hápunktur ársins hjá keppniskrökkunum okkar og alltaf mikill spenningur fyrir því. Spilað verður skemmtimót í einliðaleik í U11 flokknum. Í U13-U19 verður keppt í einiða-, tvíliða- og tvenndarleik í A og B getustigi. Hvetjum áhugasöm um keppni til að skrá sig eigi síðar en 24. mars.
Nánari upplýsingar um mótið má finna hér fyrir neðan.
Íslandsmót unglinga - 4.-6.apríl 2025
Staðsetning: Í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1 , Reykjavík
Dagsetning: 4.-6.apríl 2025. Fer það eftir skráningu í mótið hvort keppni hefjist á föstudeginum eða laugardeginum. U11 spilar á laugardag.
Flokkar og keppnisfyrirkomulag: Keppt í U11-U19
Í U11 verður spilað skemmtimót. Keppt verður í einliðaleik og stefnt að því að spila á laugardeginum kl.15-19. Allir keppendur fá þátttökuverðlaun, ekki verður keppt til úrslita í þessum flokki.
Í U13-U19 verður keppt um Íslandsmeistaratitla í öllum greinum í bæði A og B getustigi.
A flokkur er hugsaður fyrir þau sem hafa keppt reglulega í nokkur ár. B flokkur er fyrir byrjendur og styttra komin. Leikmenn skrá sig í þá flokka sem þeir óska eftir að spila en þjálfarar eða röðunarnefnd BSÍ gætu fært milli getuflokka ef þurfa þykir.
Í einliðaleik, í U13-U19, verður keppt í riðlum. Verður leitast eftir því að spila í 3ja manna riðlum þar sem einn kemst áfram og er svo hreinn útsláttur þar á eftir. Í tvíliða- og tvenndarleik er fyrirkomulagið hreinn útsláttur.
Mótið er opið fyrir öll áhugasöm um keppni en athugið að allir þátttakendur þurfa að þekkja vel reglurnar og treysta sér að vera teljarar hjá öðrum. Ekki mælt með að þau sem hafa aldrei keppt áður byrji á þessu móti, heldur bíði frekar eftir næsta móti.
Mótsgjöld:
U11:
2.000 kr fyrir einliðaleik - greiðist við skráningu í Abler
U13-U19:
3.000 kr fyrir einliðaleik og 2.500 kr á mann í hverja grein fyrir tvíliða- og tvenndarleik.
Mótsgjaldið þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Skráning: Skráning U13-U19 fer fram á þessu eyðublaði og lýkur sunnudaginn 23.mars. Skráning í U11 flokkinn fer fram í Abler.
Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.

Commentaires